Færeysk tónlist kynnt með tónleikaferðalagi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. apríl 2014 10:30 Laila Av Reyni er mikil listakona og kemur fram á nokkrum tónleikum hér á landi í vikunni. mynd/Høgni Heinesen „Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma. Eurovision Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Það er frábært að fá hana til landsins, þetta er frábær listamaður,“ segir Kristinn Sæmundsson, skipuleggjandi tónleikaferðarinnar sem kallast Litli Íslandstúrinn 2014, en þar koma fram færeyska tónlistarkonan Laila Av Reyni og íslenska hljómsveitin Sometime. Tónleikaferðalagið hefst í dag í verslun Lucky Records við Rauðarárstíg og hefjast tónleikarnir klukkan 16.30. Laila Av Reyni er mikil listakona og fyrir utan tónlistina er hún yfirkennari og stýrir hönnunardeildar Tekníska Skúlans í Þórshöfn í Færeyjum og hefur til að mynda hannað klæðnað fyrir fegurðardrottningar Danmerkur og Eurovision-keppendur Danmerkur. „Hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitina Sometime skipa þau Rósa Birgitta Ísfeld og Daníel Þorsteinsson en þau stofnuðu hana ásamt nokkrum reyndum tónlistarmönnum árið 2005 og hafa með tónleikum sínum skapað sér gott orðspor. „Það sem tengir sveitirnar er að Rósa Birgitta er einn fjórði Færeyingur,“ segir Kristinn léttur í lundu. Þá leika sveitirnar báðar rafskotið popp. Tónleikaferðlagið heldur áfram á fimmtudag en þá eru tónleikar á Café Rosenberg, föstudag í Gamla kaupfélaginu á Akranesi og laugardaginn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Kristinn hefur verið iðinn við að kynna Íslendinga fyrir færeyskri tónlist og kynnti til að mynda Eivöru Pálsdóttur og hljómsveitina Tý fyrir landsmönnum á sínum tíma.
Eurovision Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“