Ljóðin bjarga lífi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. apríl 2014 14:00 Ásdís Óladóttir: "Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ „Ég er mjög íhaldssöm hvað það varðar og fer ekkert út fyrir ljóðið. Það er minn staður,“ segir Ásdís Óladóttir sem í dag sendir frá sér sína sjöundu ljóðabók, Innri rödd úr annars höfði. Ásdís hefur skrifað ljóð síðan hún var átján ára og segist lítið hafa reynt við önnur form, það hafi ekki heillað hana. „Mér líkar langbest við ljóðið,“ segir hún. „Þetta knappa form þar sem hægt er að segja mikið í fáum orðum.“ Í bókinni er að finna 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdagsmyndir og svo heilmikill bálkur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. „Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og það má eiginlega segja að ljóðin hafi bjargað mér í gegnum þá glímu. Þau hafa verið haldreipi mitt í lífinu. Ég gat ekki lesið í nokkur ár sökum radda í höfðinu og varð að skrifa mig út úr því ástandi. Að skrifa ljóðin gaf mér tilgang í lífinu. Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ Ásdís segist alltaf hafa verið opin hvað varðar sjúkdóminn, enda finnist henni erfiðara að þegja um hann heldur en tala. Hún segist auðvitað hafa orðið vör við fordóma, en þeir séu þó á undanhaldi. „Mér finnst ég heldur ekkert hafa að fela og þetta er alvarlegur sjúkdómur sem oft hefur verið reynt að þagga umræðu um og það finnst mér ekki rétt. En þetta er sem betur fer að breytast. Velgengni Engla alheimsins hefur opnað augu margra, sem er gott, þótt sú mynd af sjúkdómnum sem þar er dregin upp sé mjög röng í dag. Meðhöndlun hans var mjög lítil í þá daga, en þetta hefur gjörbreyst með nýjum lyfjum. Í dag getur fólk lifað tiltölulega eðlilegu lífi þrátt fyrir geðklofa. Þetta er ekkert vandamál fyrir mig núorðið, en mér finnst samt ástæða til að tala opið og hreinskilnislega um þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur.“ Útgáfu bókarinnar, Innri rödd úr annars höfði, verður fagnað í Iðu-Zimsen klukkan 17 í dag og Ásdís segir alla velkomna. Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er mjög íhaldssöm hvað það varðar og fer ekkert út fyrir ljóðið. Það er minn staður,“ segir Ásdís Óladóttir sem í dag sendir frá sér sína sjöundu ljóðabók, Innri rödd úr annars höfði. Ásdís hefur skrifað ljóð síðan hún var átján ára og segist lítið hafa reynt við önnur form, það hafi ekki heillað hana. „Mér líkar langbest við ljóðið,“ segir hún. „Þetta knappa form þar sem hægt er að segja mikið í fáum orðum.“ Í bókinni er að finna 35 ljóð og yrkisefnin eru margvísleg; mánuðir, árstíðir, hversdagsmyndir og svo heilmikill bálkur sem heitir Næturgalinn, sem lýsir geðrænum sjúkdómi. „Ég er með geðklofa og er að fjalla um mína upplifun af honum,“ segir Ásdís. „Ég hef glímt við þann sjúkdóm í 26 ár og það má eiginlega segja að ljóðin hafi bjargað mér í gegnum þá glímu. Þau hafa verið haldreipi mitt í lífinu. Ég gat ekki lesið í nokkur ár sökum radda í höfðinu og varð að skrifa mig út úr því ástandi. Að skrifa ljóðin gaf mér tilgang í lífinu. Mörg skáld hafa í gegnum tíðina haldið því fram að skáldskapur bjargi lífum og ég er lifandi dæmi um það.“ Ásdís segist alltaf hafa verið opin hvað varðar sjúkdóminn, enda finnist henni erfiðara að þegja um hann heldur en tala. Hún segist auðvitað hafa orðið vör við fordóma, en þeir séu þó á undanhaldi. „Mér finnst ég heldur ekkert hafa að fela og þetta er alvarlegur sjúkdómur sem oft hefur verið reynt að þagga umræðu um og það finnst mér ekki rétt. En þetta er sem betur fer að breytast. Velgengni Engla alheimsins hefur opnað augu margra, sem er gott, þótt sú mynd af sjúkdómnum sem þar er dregin upp sé mjög röng í dag. Meðhöndlun hans var mjög lítil í þá daga, en þetta hefur gjörbreyst með nýjum lyfjum. Í dag getur fólk lifað tiltölulega eðlilegu lífi þrátt fyrir geðklofa. Þetta er ekkert vandamál fyrir mig núorðið, en mér finnst samt ástæða til að tala opið og hreinskilnislega um þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur.“ Útgáfu bókarinnar, Innri rödd úr annars höfði, verður fagnað í Iðu-Zimsen klukkan 17 í dag og Ásdís segir alla velkomna.
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira