Tækifærin í mansali Atli Fannar Bjarkason skrifar 3. apríl 2014 07:00 Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum og að kosningarnar hafi farið fram um vor. FrambjóðendumFramsóknarflokksins varð tíðrætt um hrægammana sem rifu í sig kröfur föllnu bankanna í von um að hagnast gríðarlega. Með öðrum orðum sáu erlendir vogunarsjóðir tækifæri í hruninu á Íslandi – tækifæri sem þeir ákváðu að nýta. Við gætum talað um að grípa gæsir í þessu samhengi, ef við værum í stuði fyrir fuglalíkingar. Hrægammareru reyndar misskildir fuglar og nauðsynlegur hlekkur í hringrás lífsins. Líking framsóknarmanna var því afar ósanngjörn í þeirra garð. En það er spurning hvort er verra; að vera hrægammur eða hræsnari því forsætisráðherra sparaði ekki lýsingarorðin á dögunum þegar hann lýsti tækifærunum sem felast í hlýnun jarðar. Þaðer óþarfi að fjölyrða um hörmungarnar sem eiga eftir að dynja á heiminum vegna hlýnunar á næstu árum í formi þurrka, flóða, uppskerubrests og hungursneyðar. Ekki svona evrópskrar hungursneyðar sem skapast þegar vængirnir klárast á KFC – alvöru hungursneyðar sem drepur fólk. Og forsætisráðherra sér ekki tækifæri í að beita sér fyrir að þróuninni sé snúið við heldur telur að neyðin geti aukið hagvöxt á hinu vel staðsetta og ávallt skítkalda Íslandi. Núþegar loftslagsbreytingar eru „tækifæri“ en ekki „ömurleg þróun sem ógnar lífi framtíðarkynslóða“ þá langar mig að benda forsætisráðherra á annað frábært tækifæri: Mansal. Mansal er á meðal heitustu glæpa heims og veltir milljörðum árlega. Milljörðum sem gætu farið í að endurnýja gömul hús í einhverjum rassgatsfirði ef rétt er haldið á spilunum. Það má því segja að gríðarleg tækifæri felist í nútíma þrælahaldi fyrir íslenska þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun
Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum og að kosningarnar hafi farið fram um vor. FrambjóðendumFramsóknarflokksins varð tíðrætt um hrægammana sem rifu í sig kröfur föllnu bankanna í von um að hagnast gríðarlega. Með öðrum orðum sáu erlendir vogunarsjóðir tækifæri í hruninu á Íslandi – tækifæri sem þeir ákváðu að nýta. Við gætum talað um að grípa gæsir í þessu samhengi, ef við værum í stuði fyrir fuglalíkingar. Hrægammareru reyndar misskildir fuglar og nauðsynlegur hlekkur í hringrás lífsins. Líking framsóknarmanna var því afar ósanngjörn í þeirra garð. En það er spurning hvort er verra; að vera hrægammur eða hræsnari því forsætisráðherra sparaði ekki lýsingarorðin á dögunum þegar hann lýsti tækifærunum sem felast í hlýnun jarðar. Þaðer óþarfi að fjölyrða um hörmungarnar sem eiga eftir að dynja á heiminum vegna hlýnunar á næstu árum í formi þurrka, flóða, uppskerubrests og hungursneyðar. Ekki svona evrópskrar hungursneyðar sem skapast þegar vængirnir klárast á KFC – alvöru hungursneyðar sem drepur fólk. Og forsætisráðherra sér ekki tækifæri í að beita sér fyrir að þróuninni sé snúið við heldur telur að neyðin geti aukið hagvöxt á hinu vel staðsetta og ávallt skítkalda Íslandi. Núþegar loftslagsbreytingar eru „tækifæri“ en ekki „ömurleg þróun sem ógnar lífi framtíðarkynslóða“ þá langar mig að benda forsætisráðherra á annað frábært tækifæri: Mansal. Mansal er á meðal heitustu glæpa heims og veltir milljörðum árlega. Milljörðum sem gætu farið í að endurnýja gömul hús í einhverjum rassgatsfirði ef rétt er haldið á spilunum. Það má því segja að gríðarleg tækifæri felist í nútíma þrælahaldi fyrir íslenska þjóð.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun