Toppurinn að vera fullorðinn Sara McMahon skrifar 15. apríl 2014 08:58 Þegar ég var barn hlakkaði ég til þess að verða fullorðin. Mér fannst svalt að sjá fólk halda á innkaupapoka, heimilispóstinum og bisa við að opna útidyrnar heima hjá sér. Mér fannst töff að ganga með seðlaveski og horfa á fréttatíma RÚV. Mér fannst fullorðið fólk geggjað og ég gat ekki beðið eftir því að verða tekin í fullorðinna manna tölu. Hiðóhjákvæmilega gerðist og áður en ég vissi af var ég orðin fullorðin. Ég keypti fasteign, skila skattskýrslu minni á hverju ári, held lífi í plöntum og bý til sósur frá grunni. Draumur minn hafði ræst en skyndilega fannst mér ekki nóg að vera bara fullorðin – mig langaði líka að verða fullkomlega sjálfbjarga fullorðinn einstaklingur. Full bjartsýni hóf ég ætlunarverk mitt. Árið 2009 lærði ég að taka slátur og sníða vambir. Í fyrra lærði ég að smíða rúm úr pallettum… alvöru rúm á fótum sem stendur enn. Sama ár kenndi vinkona mín mér réttu aðferðina við að stytta buxur með broti í. Eldri starfsmaður í BYKO eyddi dágóðum tíma í að sýna mér hvernig eigi að beita sög þannig að það flísist sem minnst úr viðnum. Samstarfsmaður minn kenndi mér á tækniundrið sem kallað er snjallsími og góður vinur kenndi mér að tengja rafmagn. Umsíðustu helgi bættist svo enn í reynslubanka minn því ég fékk að aðstoða foreldra mína við að skipta um eldhúsinnréttingu. Með þolinmæðina að vopni útskýrði stjúpi minn fyrir mér hvert handtakið á fætur öðru og þótt ég sé ekki fullnuma í eldhúsuppsetningum, þá er ég komin með þokkalegan grunn. Næstamál á dagskrá er að dobla hann tengdaföður minn til að kenna mér handtökin við að hamfletta rjúpu. Ég vil einnig læra grunninn í pípulögnum. Það er toppurinn að vera fullorðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar ég var barn hlakkaði ég til þess að verða fullorðin. Mér fannst svalt að sjá fólk halda á innkaupapoka, heimilispóstinum og bisa við að opna útidyrnar heima hjá sér. Mér fannst töff að ganga með seðlaveski og horfa á fréttatíma RÚV. Mér fannst fullorðið fólk geggjað og ég gat ekki beðið eftir því að verða tekin í fullorðinna manna tölu. Hiðóhjákvæmilega gerðist og áður en ég vissi af var ég orðin fullorðin. Ég keypti fasteign, skila skattskýrslu minni á hverju ári, held lífi í plöntum og bý til sósur frá grunni. Draumur minn hafði ræst en skyndilega fannst mér ekki nóg að vera bara fullorðin – mig langaði líka að verða fullkomlega sjálfbjarga fullorðinn einstaklingur. Full bjartsýni hóf ég ætlunarverk mitt. Árið 2009 lærði ég að taka slátur og sníða vambir. Í fyrra lærði ég að smíða rúm úr pallettum… alvöru rúm á fótum sem stendur enn. Sama ár kenndi vinkona mín mér réttu aðferðina við að stytta buxur með broti í. Eldri starfsmaður í BYKO eyddi dágóðum tíma í að sýna mér hvernig eigi að beita sög þannig að það flísist sem minnst úr viðnum. Samstarfsmaður minn kenndi mér á tækniundrið sem kallað er snjallsími og góður vinur kenndi mér að tengja rafmagn. Umsíðustu helgi bættist svo enn í reynslubanka minn því ég fékk að aðstoða foreldra mína við að skipta um eldhúsinnréttingu. Með þolinmæðina að vopni útskýrði stjúpi minn fyrir mér hvert handtakið á fætur öðru og þótt ég sé ekki fullnuma í eldhúsuppsetningum, þá er ég komin með þokkalegan grunn. Næstamál á dagskrá er að dobla hann tengdaföður minn til að kenna mér handtökin við að hamfletta rjúpu. Ég vil einnig læra grunninn í pípulögnum. Það er toppurinn að vera fullorðinn.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun