Hestur leikur aðalhlutverk í myndbandinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 10:30 Brynhildur er lærður tamningamaður. Mynd/Eva Rut Hjaltadóttir „Ég útskrifaðist sem tamningamaður árið 2002 og var að vinna við það í svolítinn tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að hafa myndbandið hestatengt,“ segir söngkonan og tónsmiðurinn Brynhildur Oddsdóttir. Hún tók nýverið upp tónlistarmyndband við fyrstu sólósmáskífuna sína Óumflýjanlegt og fékk lánaðan graðhestinn Pilt frá Hæli í tökurnar. „Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snillingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur en vinkona hennar, Eva Rut Hjaltadóttir, leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti. Brynhildur lærði á fiðlu sem krakki og lærði söng í Nýja tónlistarskólanum. Árið 2011 kláraði hún síðan tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Núna er hún líka að læra á rafmagnsgítar hjá Félagi íslenskra hljómlistamanna og er á framhaldsstigi í djasssöng. Þá er hún einnig í hljómsveitinni Beebee and the Bluebirds sem gefur út plötu í maí. Það er því í nægu að snúast hjá Brynhildi. „Lagið Óumflýjanlegt er hluti af sólóverkefninu mínu. Þetta lag er verk sem stendur eitt og sér með myndbandinu en ég ætla að gera sólóplötu á þessu ári. Það er allavega stefnan,“ segir Brynhildur. Hún treður upp á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica á fimmtudaginn sem sólólistamaður. „Ég opna kvöldið en sama kvöld spila einnig Egill Ólafsson, Dóri Braga og Andrea Gylfadóttir.“ Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég útskrifaðist sem tamningamaður árið 2002 og var að vinna við það í svolítinn tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að hafa myndbandið hestatengt,“ segir söngkonan og tónsmiðurinn Brynhildur Oddsdóttir. Hún tók nýverið upp tónlistarmyndband við fyrstu sólósmáskífuna sína Óumflýjanlegt og fékk lánaðan graðhestinn Pilt frá Hæli í tökurnar. „Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snillingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur en vinkona hennar, Eva Rut Hjaltadóttir, leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti. Brynhildur lærði á fiðlu sem krakki og lærði söng í Nýja tónlistarskólanum. Árið 2011 kláraði hún síðan tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Núna er hún líka að læra á rafmagnsgítar hjá Félagi íslenskra hljómlistamanna og er á framhaldsstigi í djasssöng. Þá er hún einnig í hljómsveitinni Beebee and the Bluebirds sem gefur út plötu í maí. Það er því í nægu að snúast hjá Brynhildi. „Lagið Óumflýjanlegt er hluti af sólóverkefninu mínu. Þetta lag er verk sem stendur eitt og sér með myndbandinu en ég ætla að gera sólóplötu á þessu ári. Það er allavega stefnan,“ segir Brynhildur. Hún treður upp á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica á fimmtudaginn sem sólólistamaður. „Ég opna kvöldið en sama kvöld spila einnig Egill Ólafsson, Dóri Braga og Andrea Gylfadóttir.“
Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira