Það sem ekki má Sara McMahon skrifar 29. apríl 2014 07:00 Það er komið vor, eða sumar öllu heldur. Um helgina þusti fólk út úr húsi og baðaði sig í fyrstu sólargeislum sumarsins 2014. Fölum vöngum var snúið í átt til sólar og gott ef þeir roðnuðu ekki dálítið undan hlýjum stöfum hennar. Ég gerði það auðvitað líka – fékk mér kaffi í götumál og þræddi mig í gegnum mannþröngina sem hafði myndast í miðbænum. Brosti mínu breiðasta og nikkaði góðan dag til allra hinna sem einnig nutu blíðunnar. Seinnipart sunnudags sótti ég lítið afmælisboð sem hafði í skyndi verið flutt innan úr stofunni og út undir beran himin svo gestirnir færu ekki á mis við sumarsólina. Írsk föðuramma afmælisbarnsins var í heimsókn og, líkt og við hin, var hún himinlifandi með veðrið. Það mætti því segja að það hafi ríkt alþjóðleg ánægja með veðrið þann dag. Ég er fullkomlega meðvituð um að maður á, og má ekki kvarta undan þeim fáu sólardögum sem okkur er úthlutað á ári hverju. En – það slæma við sólardagana er að manni verður svo lítið úr verki. Það má ekki sóa þessum fágætu gullmolum í eitthvað jafn hversdagslegt og uppvask eða þrif. Það eru óskrifaðar reglur. Vegnasólarinnar grynnkaði því lítið á „to do“-listanum sem átti að klára yfir helgina. Þessi verkefni eru dæmd til að sitja á hakanum fram að næsta rigningardegi. Mig grunar þó að það sé stutt í að sá dagur renni upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun
Það er komið vor, eða sumar öllu heldur. Um helgina þusti fólk út úr húsi og baðaði sig í fyrstu sólargeislum sumarsins 2014. Fölum vöngum var snúið í átt til sólar og gott ef þeir roðnuðu ekki dálítið undan hlýjum stöfum hennar. Ég gerði það auðvitað líka – fékk mér kaffi í götumál og þræddi mig í gegnum mannþröngina sem hafði myndast í miðbænum. Brosti mínu breiðasta og nikkaði góðan dag til allra hinna sem einnig nutu blíðunnar. Seinnipart sunnudags sótti ég lítið afmælisboð sem hafði í skyndi verið flutt innan úr stofunni og út undir beran himin svo gestirnir færu ekki á mis við sumarsólina. Írsk föðuramma afmælisbarnsins var í heimsókn og, líkt og við hin, var hún himinlifandi með veðrið. Það mætti því segja að það hafi ríkt alþjóðleg ánægja með veðrið þann dag. Ég er fullkomlega meðvituð um að maður á, og má ekki kvarta undan þeim fáu sólardögum sem okkur er úthlutað á ári hverju. En – það slæma við sólardagana er að manni verður svo lítið úr verki. Það má ekki sóa þessum fágætu gullmolum í eitthvað jafn hversdagslegt og uppvask eða þrif. Það eru óskrifaðar reglur. Vegnasólarinnar grynnkaði því lítið á „to do“-listanum sem átti að klára yfir helgina. Þessi verkefni eru dæmd til að sitja á hakanum fram að næsta rigningardegi. Mig grunar þó að það sé stutt í að sá dagur renni upp.