Siðþæging Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Að biðjast afsökunar er góður siður og eitthvað sem ætti að vera hverjum manni sjálfsagt og eðlilegt. Það þarf svo vart að taka það fram að afsökunarbeiðni þarf að koma til vegna sannrar iðrunar en ekki aðeins sem taktískt útspil til að fegra eigin hlut. Það ætti að vera innifalið í hugtakinu og óþarfi að ræða það neitt meira. Við þurfum flest að biðjast afsökunar, allavega í einkalífinu, og oftast gerist það á einfaldan og eðlilegan hátt. Afsökunarbeiðnin er ein og stök, komin frá gerandanum; beiðni um afsökun. Utan einkalífsins – í þjóðfélaginu – eru persónur og leikendur fleiri. Þar virðist færast í vöxt að sett er fram beiðni um að einhver biðjist afsökunar. Það er ekkert að því, fólki er frjálst að gera það. En rétt eins og afsökunarbeiðnin sjálf þarf að vera einlæg þá þarf beiðnin um afsökunarbeiðnina að vera það einnig. Þegar hagsmunasamtök setja fram þá kröfu að einhver biðjist afsökunar á tilteknum ummælum þá má það ekki aðeins vera taktískt útspil. Sé beiðnin um afsökunarbeiðnina ekki 100% einlæg er hætt við að afsökunarbeiðnin sjálf verði það ekki heldur. Með öðrum orðum: Ef þú ert ekki móðgaður í alvöru þá skaltu ekki leggja fram beiðni um að einhver annar leggi fram afsökunarbeiðni. Flækjustigið er nógu hátt þegar menn leggja inn beiðnir fyrir beiðnum og hvað þá ef það er ekki 100% alvara að baki eða fórnarlömbin finnast ekki. Að leggja inn beiðni um afsökunarbeiðni fyrir hönd annarra er vandmeðfarið og gríðarlega misnotað. En hvers vegna skyldi fólk misnota þann möguleika? Jú, vegna þess að sá sem stígur fram með slíka beiðni fær klapp á bakið fyrir siðferðisstyrk án þess að hafa þurft að þola niðurlæginguna. Það getur verið ódýr sjálfsupphafning og sett afsökunarbeiðnir á útsöluverð. Ég vil kalla þetta „siðþægingu“. Ég veit vel að þetta orð er ekki að finna í íslenskri orðabók og biðst ég fyrir fram afsökunar á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Að biðjast afsökunar er góður siður og eitthvað sem ætti að vera hverjum manni sjálfsagt og eðlilegt. Það þarf svo vart að taka það fram að afsökunarbeiðni þarf að koma til vegna sannrar iðrunar en ekki aðeins sem taktískt útspil til að fegra eigin hlut. Það ætti að vera innifalið í hugtakinu og óþarfi að ræða það neitt meira. Við þurfum flest að biðjast afsökunar, allavega í einkalífinu, og oftast gerist það á einfaldan og eðlilegan hátt. Afsökunarbeiðnin er ein og stök, komin frá gerandanum; beiðni um afsökun. Utan einkalífsins – í þjóðfélaginu – eru persónur og leikendur fleiri. Þar virðist færast í vöxt að sett er fram beiðni um að einhver biðjist afsökunar. Það er ekkert að því, fólki er frjálst að gera það. En rétt eins og afsökunarbeiðnin sjálf þarf að vera einlæg þá þarf beiðnin um afsökunarbeiðnina að vera það einnig. Þegar hagsmunasamtök setja fram þá kröfu að einhver biðjist afsökunar á tilteknum ummælum þá má það ekki aðeins vera taktískt útspil. Sé beiðnin um afsökunarbeiðnina ekki 100% einlæg er hætt við að afsökunarbeiðnin sjálf verði það ekki heldur. Með öðrum orðum: Ef þú ert ekki móðgaður í alvöru þá skaltu ekki leggja fram beiðni um að einhver annar leggi fram afsökunarbeiðni. Flækjustigið er nógu hátt þegar menn leggja inn beiðnir fyrir beiðnum og hvað þá ef það er ekki 100% alvara að baki eða fórnarlömbin finnast ekki. Að leggja inn beiðni um afsökunarbeiðni fyrir hönd annarra er vandmeðfarið og gríðarlega misnotað. En hvers vegna skyldi fólk misnota þann möguleika? Jú, vegna þess að sá sem stígur fram með slíka beiðni fær klapp á bakið fyrir siðferðisstyrk án þess að hafa þurft að þola niðurlæginguna. Það getur verið ódýr sjálfsupphafning og sett afsökunarbeiðnir á útsöluverð. Ég vil kalla þetta „siðþægingu“. Ég veit vel að þetta orð er ekki að finna í íslenskri orðabók og biðst ég fyrir fram afsökunar á því.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun