Í kvöld er einn stærsti viðburður ársins þegar Pollapönk flytur lag sitt Enga fordóma í úrslitum Eurovision.
Vísir hafði samband við þrjá matarbloggara og bað þá um að gefa uppskrift að einföldu en ljúffengu Eurovision-snarli.
Ritzkex hjúpaður Camembert
½ Pakki Ritzkex
2 Egg
Ca. 100 g Hveiti
1 Camembert-ostur
Setjið kexkökurnar í blandarann í smástund. CameMbert-osturinn skorinn í litla bita. Honum síðan dýft í skál með þeyttum eggjum og því næst í skál með hveiti. Síðast en ekki síst, ofan í Ritzkexskálina. Þá er þetta tilbúið til þess að fara í ofninn. Inn í ofn við 180°C í 6-8 mínútur. (Misjafnt eftir ofnum, fylgist með ostinum, um leið og hann er farinn að bráðna er hann tilbúinn.) Ég segi ykkur það satt, með góðri sultu þá er þetta dásamlegt.
Tekin af evalaufeykjaran.com.

„Go nuts“-sælgætismolar
1 poki Dumle go nuts (175 g)
150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl
100 g Toms extra súkkulaði 70%
200 g suðusúkkulaði
150 g pistasíur frá Ültje
2 dl Rice Krispies
Dumle-bitarnir, 70% súkkulaðið og suðusúkkulaðið er sett í skál og brætt yfir vatnsbaði. Því næst er pistasíum, Rice Krispies og súkkulaðihúðaða lakkrískurlinu bætt út í og öllu blandað vel saman. Blöndunni hellt í form klætt bökunarpappír, um það bil 20x20 cm, og sett í ísskáp í minnst tvo klukkutíma. Skorið í hæfilega stóra bita. (Á þessum myndum stakk ég litlu súkkulaðipáskaegggi í hvern bita til skrauts af því að það voru páskar!)
Tekið af eldhussogur.com.

Sweet chili-ídýfa
1 dós af sýrðum rjóma (10% eða 18% hentar vel)
Sweet chili-sósa
Sýrðum rjóma komið fyrir á disk eða skál. Sweet chili-sósunni hellt yfir.
Borðast með Doritos.
Tekið af Mommur.is.