Í samvinnu við vinsæla netmiðla Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. maí 2014 10:00 Marinó Breki Benjamínsson er hæstánægður með samstarfið. mynd/úr einkasafni „Ég er rosalega ánægður með samstarfið, það er mikill stökkpallur fyrir mig að fá lagið mitt spilað á svona þekktum og fjölsóttum miðlum,“ segir raftónlistarmaðurinn Marinó Breki Benjamínsson en hann gaf nýverið út lagið The Beast, sem verður spilað á vinsælum miðlum. Um er að ræða aðila á borð við Dada Life, Edm.com, sem er stærsti vettvangur fyrir raftónlist í dag, og Vital Edm, sem hefur 400.000 áskrifendur á myndbandavefnum Youtube. „Þetta virkar þannig að þeir spila lagið mitt á sínum miðlum. Þetta er mikil kynning fyrir mig. Þetta kom þannig til að ég hef verið í góðu sambandi við eigendur þessara miðla og þetta hjálpar mér mikið,“ útskýrir Marinó Breki. Fyrir utan kynninguna á miðlunum er hann kominn í samstarf við ástralska söngkonu sem kallar sig Lele. „Ég er að gera nýtt lag með henni. Hún er þekkt í Ástralíu en meira þekkt í Japan. Hún er bæði fyrirsæta og tónlistarkona og hefur gefið út tónlist í Japan á vegum Universal,“ segir Marinó Breki. Hann segir samstarfið við hana ganga mjög vel en þau vinna saman í gegnum tölvupósta, Skype og Facebook. Marinó Breki, sem er fæddur árið 1997, hefur verið að gera fjölbreytta raftónlist í fimm ár og hefur komið víða við. Á seinasta ári fékk hann meðal annars plötu samning við stærsta raftónlistarplötuútgáfufyrirtæki í heiminum, Monstercat. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er rosalega ánægður með samstarfið, það er mikill stökkpallur fyrir mig að fá lagið mitt spilað á svona þekktum og fjölsóttum miðlum,“ segir raftónlistarmaðurinn Marinó Breki Benjamínsson en hann gaf nýverið út lagið The Beast, sem verður spilað á vinsælum miðlum. Um er að ræða aðila á borð við Dada Life, Edm.com, sem er stærsti vettvangur fyrir raftónlist í dag, og Vital Edm, sem hefur 400.000 áskrifendur á myndbandavefnum Youtube. „Þetta virkar þannig að þeir spila lagið mitt á sínum miðlum. Þetta er mikil kynning fyrir mig. Þetta kom þannig til að ég hef verið í góðu sambandi við eigendur þessara miðla og þetta hjálpar mér mikið,“ útskýrir Marinó Breki. Fyrir utan kynninguna á miðlunum er hann kominn í samstarf við ástralska söngkonu sem kallar sig Lele. „Ég er að gera nýtt lag með henni. Hún er þekkt í Ástralíu en meira þekkt í Japan. Hún er bæði fyrirsæta og tónlistarkona og hefur gefið út tónlist í Japan á vegum Universal,“ segir Marinó Breki. Hann segir samstarfið við hana ganga mjög vel en þau vinna saman í gegnum tölvupósta, Skype og Facebook. Marinó Breki, sem er fæddur árið 1997, hefur verið að gera fjölbreytta raftónlist í fimm ár og hefur komið víða við. Á seinasta ári fékk hann meðal annars plötu samning við stærsta raftónlistarplötuútgáfufyrirtæki í heiminum, Monstercat.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira