Heimilin sögð búa við ólíðandi kostnað af úreltu landbúnaðarkerfi Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Bolakálfur á bás sínum. Forsvarsmenn Samtaka verslunar og þjónustu segja augljóst að skortur sé á innlendu nautakjöti og útséð um að innlendir framleiðendur fái bætt þar úr. Ný verðskrá sláturleyfishafa sýnir yfir 21% hækkun ungnautakjöts í fyrsta flokki hjá stórum framleiðendum. Fréttablaðið/Stefán Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) fara fram á að innflutningur á nautakjöti verði bæði frjáls og laus við tolla til að bregðast við viðvarandi skorti á nautgripakjöti. Í erindi samtakanna til ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, fyrr í þessum mánuði kemur fram að SVÞ hafi borist ábendingar frá aðildarfélögum samtakanna þar sem áhyggjum er lýst af ástandinu. „Fyrir liggur að nú þegar er skortur á nautgripakjöti og ekki má ráða að innlendum framleiðendum verði unnt að bregðast við núverandi eftirspurn með fullnægjandi hætti,“ segir í bréfi SVÞ, sem dagsett er 8. þessa mánaðar. „Með vísan til fyrri fordæma ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, samanber málsmeðferð nefndarinnar og viðbrögð hennar vegna smjörskorts í lok nóvember á síðasta ári, er þess óskað að beiðni þessi um niðurfellingu á tollum á nautakjöti verði tekin án tafar til afgreiðslu nefndarinnar,“ segir þar jafnframt.Lárus M. K. ÓlafssonEiga von á synjun Erindið hefur hins vegar enn ekki verið afgreitt. Þegar blaðið ætlaði að leita upplýsinga hjá Ólafi Friðrikssyni, skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem er formaður ráðgjafarnefndarinnar, var hann sagður í leyfi út þessa viku. Lárus M. K. Ólafsson, lögmaður SVÞ, segir vonir hafa staðið til þess að málið yrði tekið fyrir á fundi nefndarinnar fyrir síðustu helgi, en hann hafi enn ekkert formlegt svar fengið um afgreiðsluna. „Þau óformlegu svör sem ég fékk þegar ég var í sambandi við nefndina í síðustu viku voru á þá leið að við myndum fá synjun á erindið og mættum búast við því,“ segir hann og gerir ráð fyrir því að nefndin komi til með að byggja slíka niðurstöðu á svörum framleiðenda um að ekki sé til staðar skortur á kjöti. „Við höfum svo sem séð slík viðbrögð áður, en formlega hefur ekkert svar enn borist.“ Lárus segist eiga von á svari nefndarinnar á hverri stundu, hafi tekist að taka erindi SVÞ fyrir á síðasta fundi hennar. Hann segir hins vegar brotalöm kerfisins endurspeglast í því að hvatt sé til aukinnar mjólkurframleiðslu og á meðan sé ekki slátrað nautgripum, sem svo aftur endurspeglist í því hvernig afurðastöðvar bítist um bitana með því að hækka verð til bænda. „Og það eitt og sér segir manni bara eitt, að skortur sé á kjöti, sama hvað menn segja svo nefndinni. Og þá veltir maður því fyrir sér til hvers þessir WTO-kvótar séu ef ekki til að bregðast við svona ástandi.“ Um leið segir Lárus afgreiðsluna sýna að samtökin fái ekki sama málshraða og MS hafi fengið þegar skortur varð á smjöri undir lok síðasta árs. „Þá var dansað á punktinum við beiðninni.“Eftirspurn meiri en framboð Lárus segir ljóst að erfitt kunni að reynast að fá ákvörðun nefndarinnar breytt innan stjórnsýslunnar og ekkert virkt kerfi til að bregðast við því. Vilji menn fá ákvörðun hnekkt þá yrði það væntanlega að gerast fyrir dómi. „En eitt er víst að þegar svarið kemur þá tökum við því ekki þegjandi og hljóðalaust.“ Lárus segir málið víðtækara en svo að það snúist bara um hagsmuni verslunarinnar. „Þetta er neytendamál líka.“ Þær forsendur sem nú séu uppi hafi ekki legið fyrir þegar gefnir voru út innflutningskvótar í tengslum við WTO- og ESB-samninga. „Þegar afurðastöðvar hækka verð sitt þá hefur það áhrif á alla aðra. Þetta eru ekki bara bændur og framleiðendur sem eru andlag þessara hækkana.“ Í erindi SVÞ til ráðgjafanefndarinnar er bent á að verð Sláturfélags Suðurlands fyrir flokkinn UN 1 A (ungnautakjöt í fyrsta flokki) hafi farið úr 623 krónum í ágúst í fyrra í 759 krónur í maí á þessu ári. Sambærilegt verð hjá Sláturhúsinu á Hellu hafi farið úr 625 krónum í 759 krónur. Hækkunin nemur ríflega 21 prósenti í báðum tilvikum. Samtökin telja skjóta skökku við að umræddir tollar, sem ætlað sé að vernda innlenda framleiðslu, séu settir á þegar innlenda framleiðslan nær ekki ein og sér að anna innlendri eftirspurn. „Í ljósi þessa telja SVÞ mikilvægara en ella að fella niður umrædda tolla enda er innlendri framleiðslu með öllu ófært að sinna núverandi eftirspurn sem og yfirvofandi eftirspurn í sumar.“Finnur ÁrnasonSkuldavandalausn í skugga í hækkana á matvöruverði Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að fyrirsjáanlegt hafi verið að nautakjöt myndi hækka í kjölfar smjörskortsins undir lok síðasta árs. Núna segir hann verð á þeim flokki nautakjöts sem mest sé notað (ungnaut í fyrsta flokki, UN 1 A) hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá því í ágúst í fyrra. „Þegar verðbólgan er þrjú prósent er ólíðandi að úrelt landbúnaðarkerfi geti sent svona reikning til heimilanna án þess að hægt sé að bregðast við,“ segir Finnur og kveður eðlilegt að innflutningur sé gefinn frjáls og án tolla í ástandi sem þessu. „Engin rök eru fyrir því að heimilin séu látin greiða hærra verð vegna vöruskorts árið 2014.“ Að auki segir Finnur tilgangslaust fyrir Alþingi „að þykjast vera að vinna að einhverri lausn á húsnæðisvanda heimilanna á meðan meðan þetta kerfi er við lýði sem viðheldur verðbólgunni og étur upp ávinninginn af þessum aðgerðum. Í samantekt sem Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vann fyrir blaðið kemur fram að verðtryggðar skuldir heimila séu um 1.700 milljarðar króna. Frá desember 2010 hafi verð nautakjöts hækkað um 30 prósent, á meðan heildarhækkun kjötverðs hafi verið 20 prósent. Vægi nautakjöts sé hins vegar 0,39 prósent af vísitölu neysluverðs. Því megi segja að hækkun nautakjöts umfram vísitölu neysluverðs hafi hækkað verðtryggðar skuldir heimila um 900 milljónir króna, miðað við stöðuna í síðasta mánuði. Verðhækkun nautakjöts í maí bætir því enn við verðtryggðu skuldirnar. „Jafnvel um einn til tvo milljarða,“ segir Finnur.Ráðuneytið Í málatilbúnaði Haga og Aðfanga, Innness og Sælkeradreifingar á hendur íslenska ríkinu er framkvæmd við uppboð tollkvóta og gjaldtaka ríkisins tengd henni sögð ólögmæt. Fréttablaðið/PjeturInnflutningsfyrirtæki Krefjast bóta vegna ólögmætrar skattlagningar og gjalda í tengslum við tollkvóta Innflytjendur og heildsalar matvæla hafa höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu vegna þess sem talin er ólögmæt skattlagning og gjaldtaka í tengslum við tollkvóta á landbúnaðarvörum. Þrír stórir innflytjendur krefja ríkið alls um 561,6 milljónir króna. Í öllum tilvikum var Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, stefnt fyrir hönd ríkisins. Hæsta krafan er í máli Haga og Aðfanga á hendur ríkinu, 282,4 milljónir króna. Matvöruheildsalan Innnes krefur svo ríkið um rúmar 220 milljónir króna og innflutningsfyrirtækið Sælkeradreifing krefur ríkið um 59,2 milljónir. Málin voru öll höfðuð í byrjun árs, en á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að næstu fyrirtökur í þeim eru 11. júní næstkomandi. Þar kemur fram að stefndi sé fjármála- og efnahagsráðuneytið. Ólíklegt er að málin verði tekin fyrir á ný fyrr en í haust að loknu þinghléi dómstólanna.Sigurður Ingi JóhannssonMálsástæður eru þær sömu í öllum málunum og málatilbúnaður samhljóða. Fyrirtækin telja öll að ráðherra hafi oftekið skatta og gjöld án viðhlítandi lagastoðar og í bága við stjórnarskrá. Enn fremur fari gjaldtakan í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Krafist er endurgreiðslu á ofteknum sköttum og gjöldum. Bent er á að Ísland sé aðili að samningi um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Marakess 15. apríl 1994 og í tengslum við hann hafi hér meðal annars verið innleitt tollkvótafyrirkomulag. Ráðherra gefi árlega út reglugerðir um úthlutun tollkvóta. Fram kemur í stefnunum að vegna eftirspurnar eftir erlendum landbúnaðarafurðum hafi íslenskir innflytjendur sótt um mun meira magn til innflutnings en samið hafi verið um í Marakess-samningnum. „Útboðsleiðin hefur því mikið verið nýtt og hafa tekjur ríkissjóðs orðið umtalsverðar af matvöru sem átti að flytja inn tollalaust eða á lægri tollum til hagsbóta fyrir neytendur,“ segir í stefnunni. Þetta hafi leitt til þess að tollkvótar, sem átt hafi að tryggja innflutning á lægri gjöldum en ella, hafi ekki verið nýttir og að markaðsaðgangur sé mun takmarkaðri en ríkið hafi skuldbundið sig til að veita. Endurgreiðslukrafa fyrirtækjanna er þarna sögð tilkomin vegna oftekinna gjalda í tengslum við útboð á tollkvótum vegna innflutnings frá aðildarríkjum WTO á tímabilinu frá júní 2012 til júní 2013. Þá er gerð sérkrafa vegna ESB-tollkvóta. Þar sé gjaldtaka einvörðungu tilkomin vegna uppboða á þeim tollkvótum, enda engir tollar lagðir á innflutt magn sem úthlutað sé af þeim. Þar er krafist endurgreiðslu vegna innflutnings á árunum 2009 til 2012. Í málunum er einnig lagt upp með að ákvörðun ráðherra um toll á innflutning samkvæmt WTO- og ESB-kvótum og gjaldtaka í tengslum við uppboð á kvótunum feli í sér skattheimtu í merkingu stjórnarskrár. „Sú skattheimta er valkvæð og framkvæmd hennar bæði óskýr og ófyrirsjáanleg fyrir gjaldendur,“ segir í stefnu og því haldið fram að framkvæmdin eigi sér ekki viðhlítandi stoð í lögum og sé andstæð ákvæðum stjórnarskrár um bann við því að eftirláta stjórnvöldum val um það hvort skattheimta fari fram og hvernig. Ráðherra er því sagður hafa tekið sér vald sem samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrár sé einungis á hendi löggjafans. Orðrétt úr stefnu á hendur ríkinu:Stefnandi byggir á því að umrædd gjaldtaka í tengslum við úthlutun tollkvóta sé ólögmæt, einkum af þremur ástæðum.Í fyrsta lagi þar sem gjaldtakan er háð vali ráðherra og leggst ofan á það tollverð sem birt er fyrirfram í lögum og reglugerð, en hvort tveggja er í skýrri andstöðu við framangreind ákvæði stjórnarskrár.Í öðru lagi þar sem að gjaldtakan felur í sér viðbótar tollheimtu við skuldbindingar Íslands samkvæmt WTO-samningnum og ESB-samningnum án viðhlítandi lagaheimildar eða samninga um frávik þar um. Er slíkt jafnframt í andstöðu við meginreglur þjóðréttar um efndir þjóðréttarlegra skuldbindinga og meginreglur þjóðréttar um tillits- og viðleitniskyldu.Í þriðja lagi þar sem gjaldtakan fer fram í andstöðu við þá meginreglu tollaréttar að tollar og önnur aðflutningsgjöld skuli greidd við innflutning. Þegar um útboð á tollkvótum er að ræða þá er innflytjendum gert að greiða fyrirfram, það er áður en til innflutnings kemur, og óháð því hvort innflutningsheimildir eru nýttar.Hvergi er að finna lagaheimild fyrir slíkri fyrirframgreiðslu og er hún því í andstöðu við meginreglur tollalaga og 1. meðgrein 120. greinar tollalaga. Þá gengur þetta jafnframt þvert á meginreglur um gjaldtöku hins opinbera.Jóhannes GunnarssonNeytendasamtökin hafa Mótmælt skipan í starfshóp um tollamál og vilja fá að skipa fulltrúa Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því að fá ekki fulltrúa í starfshóp um tollamál á sviði landbúnaðar. Í grein sem Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, ritaði í Fréttablaðið 10. þessa mánaðar er áréttað að tollvernd hafi frá stofnun samtakanna fyrir 61 ári verið eitt af stóru málunum í hagsmunabaráttu neytenda. Á þeim vettvangi telji samtökin þó oftar en ekki meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Tollkvótar sem eingöngu séu settir til að vernda eina atvinnugrein gangi freklega gegn hag neytenda. Þegar ljós var skipan í starfshóp ráðuneytisins í febrúar óskuðu Neytendasamtökin eftir því að fá að skipa fulltrúa. „Eftir ítrekanir á þessu erindi og fréttatilkynningar frá samtökunum barst loks svar frá ráðuneytinu sem dagsett er 6. maí síðastliðinn,“ segir Jóhannes. Þar kom fram að tveir fulltrúar komi hvor frá sínu ráðuneyti, tveir frá framleiðendum, tveir frá launþegasamtökum, einn frá Samtökum atvinnurekenda og einn frá Samtökum verslunar og þjónustu. „Að athuguðu máli verður ekki annað séð af skipan hópsins en að sjónarmið þeirra er hagsmuna eiga að gæta muni koma fram með fullnægjandi hætti í nefndarstarfinu,“ hefur Jóhannes eftir ráðuneytinu. Hann segir stjórn Neytendasamtakanna hins vegar með engu móti geta fallist á að þessi skipan sé til þess fallin að gæta hagsmuna neytenda sérstaklega. „Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekkert við,“ segir hann. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Skortur veldur verðhækkunum á nautakjöti Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að tollar verði felldir niður og frjáls innflutningur heimilaður á nautakjöti vegna viðvarandi skorts. Innlendir framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn. 21. maí 2014 10:14 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) fara fram á að innflutningur á nautakjöti verði bæði frjáls og laus við tolla til að bregðast við viðvarandi skorti á nautgripakjöti. Í erindi samtakanna til ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, fyrr í þessum mánuði kemur fram að SVÞ hafi borist ábendingar frá aðildarfélögum samtakanna þar sem áhyggjum er lýst af ástandinu. „Fyrir liggur að nú þegar er skortur á nautgripakjöti og ekki má ráða að innlendum framleiðendum verði unnt að bregðast við núverandi eftirspurn með fullnægjandi hætti,“ segir í bréfi SVÞ, sem dagsett er 8. þessa mánaðar. „Með vísan til fyrri fordæma ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, samanber málsmeðferð nefndarinnar og viðbrögð hennar vegna smjörskorts í lok nóvember á síðasta ári, er þess óskað að beiðni þessi um niðurfellingu á tollum á nautakjöti verði tekin án tafar til afgreiðslu nefndarinnar,“ segir þar jafnframt.Lárus M. K. ÓlafssonEiga von á synjun Erindið hefur hins vegar enn ekki verið afgreitt. Þegar blaðið ætlaði að leita upplýsinga hjá Ólafi Friðrikssyni, skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem er formaður ráðgjafarnefndarinnar, var hann sagður í leyfi út þessa viku. Lárus M. K. Ólafsson, lögmaður SVÞ, segir vonir hafa staðið til þess að málið yrði tekið fyrir á fundi nefndarinnar fyrir síðustu helgi, en hann hafi enn ekkert formlegt svar fengið um afgreiðsluna. „Þau óformlegu svör sem ég fékk þegar ég var í sambandi við nefndina í síðustu viku voru á þá leið að við myndum fá synjun á erindið og mættum búast við því,“ segir hann og gerir ráð fyrir því að nefndin komi til með að byggja slíka niðurstöðu á svörum framleiðenda um að ekki sé til staðar skortur á kjöti. „Við höfum svo sem séð slík viðbrögð áður, en formlega hefur ekkert svar enn borist.“ Lárus segist eiga von á svari nefndarinnar á hverri stundu, hafi tekist að taka erindi SVÞ fyrir á síðasta fundi hennar. Hann segir hins vegar brotalöm kerfisins endurspeglast í því að hvatt sé til aukinnar mjólkurframleiðslu og á meðan sé ekki slátrað nautgripum, sem svo aftur endurspeglist í því hvernig afurðastöðvar bítist um bitana með því að hækka verð til bænda. „Og það eitt og sér segir manni bara eitt, að skortur sé á kjöti, sama hvað menn segja svo nefndinni. Og þá veltir maður því fyrir sér til hvers þessir WTO-kvótar séu ef ekki til að bregðast við svona ástandi.“ Um leið segir Lárus afgreiðsluna sýna að samtökin fái ekki sama málshraða og MS hafi fengið þegar skortur varð á smjöri undir lok síðasta árs. „Þá var dansað á punktinum við beiðninni.“Eftirspurn meiri en framboð Lárus segir ljóst að erfitt kunni að reynast að fá ákvörðun nefndarinnar breytt innan stjórnsýslunnar og ekkert virkt kerfi til að bregðast við því. Vilji menn fá ákvörðun hnekkt þá yrði það væntanlega að gerast fyrir dómi. „En eitt er víst að þegar svarið kemur þá tökum við því ekki þegjandi og hljóðalaust.“ Lárus segir málið víðtækara en svo að það snúist bara um hagsmuni verslunarinnar. „Þetta er neytendamál líka.“ Þær forsendur sem nú séu uppi hafi ekki legið fyrir þegar gefnir voru út innflutningskvótar í tengslum við WTO- og ESB-samninga. „Þegar afurðastöðvar hækka verð sitt þá hefur það áhrif á alla aðra. Þetta eru ekki bara bændur og framleiðendur sem eru andlag þessara hækkana.“ Í erindi SVÞ til ráðgjafanefndarinnar er bent á að verð Sláturfélags Suðurlands fyrir flokkinn UN 1 A (ungnautakjöt í fyrsta flokki) hafi farið úr 623 krónum í ágúst í fyrra í 759 krónur í maí á þessu ári. Sambærilegt verð hjá Sláturhúsinu á Hellu hafi farið úr 625 krónum í 759 krónur. Hækkunin nemur ríflega 21 prósenti í báðum tilvikum. Samtökin telja skjóta skökku við að umræddir tollar, sem ætlað sé að vernda innlenda framleiðslu, séu settir á þegar innlenda framleiðslan nær ekki ein og sér að anna innlendri eftirspurn. „Í ljósi þessa telja SVÞ mikilvægara en ella að fella niður umrædda tolla enda er innlendri framleiðslu með öllu ófært að sinna núverandi eftirspurn sem og yfirvofandi eftirspurn í sumar.“Finnur ÁrnasonSkuldavandalausn í skugga í hækkana á matvöruverði Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að fyrirsjáanlegt hafi verið að nautakjöt myndi hækka í kjölfar smjörskortsins undir lok síðasta árs. Núna segir hann verð á þeim flokki nautakjöts sem mest sé notað (ungnaut í fyrsta flokki, UN 1 A) hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá því í ágúst í fyrra. „Þegar verðbólgan er þrjú prósent er ólíðandi að úrelt landbúnaðarkerfi geti sent svona reikning til heimilanna án þess að hægt sé að bregðast við,“ segir Finnur og kveður eðlilegt að innflutningur sé gefinn frjáls og án tolla í ástandi sem þessu. „Engin rök eru fyrir því að heimilin séu látin greiða hærra verð vegna vöruskorts árið 2014.“ Að auki segir Finnur tilgangslaust fyrir Alþingi „að þykjast vera að vinna að einhverri lausn á húsnæðisvanda heimilanna á meðan meðan þetta kerfi er við lýði sem viðheldur verðbólgunni og étur upp ávinninginn af þessum aðgerðum. Í samantekt sem Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vann fyrir blaðið kemur fram að verðtryggðar skuldir heimila séu um 1.700 milljarðar króna. Frá desember 2010 hafi verð nautakjöts hækkað um 30 prósent, á meðan heildarhækkun kjötverðs hafi verið 20 prósent. Vægi nautakjöts sé hins vegar 0,39 prósent af vísitölu neysluverðs. Því megi segja að hækkun nautakjöts umfram vísitölu neysluverðs hafi hækkað verðtryggðar skuldir heimila um 900 milljónir króna, miðað við stöðuna í síðasta mánuði. Verðhækkun nautakjöts í maí bætir því enn við verðtryggðu skuldirnar. „Jafnvel um einn til tvo milljarða,“ segir Finnur.Ráðuneytið Í málatilbúnaði Haga og Aðfanga, Innness og Sælkeradreifingar á hendur íslenska ríkinu er framkvæmd við uppboð tollkvóta og gjaldtaka ríkisins tengd henni sögð ólögmæt. Fréttablaðið/PjeturInnflutningsfyrirtæki Krefjast bóta vegna ólögmætrar skattlagningar og gjalda í tengslum við tollkvóta Innflytjendur og heildsalar matvæla hafa höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu vegna þess sem talin er ólögmæt skattlagning og gjaldtaka í tengslum við tollkvóta á landbúnaðarvörum. Þrír stórir innflytjendur krefja ríkið alls um 561,6 milljónir króna. Í öllum tilvikum var Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, stefnt fyrir hönd ríkisins. Hæsta krafan er í máli Haga og Aðfanga á hendur ríkinu, 282,4 milljónir króna. Matvöruheildsalan Innnes krefur svo ríkið um rúmar 220 milljónir króna og innflutningsfyrirtækið Sælkeradreifing krefur ríkið um 59,2 milljónir. Málin voru öll höfðuð í byrjun árs, en á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að næstu fyrirtökur í þeim eru 11. júní næstkomandi. Þar kemur fram að stefndi sé fjármála- og efnahagsráðuneytið. Ólíklegt er að málin verði tekin fyrir á ný fyrr en í haust að loknu þinghléi dómstólanna.Sigurður Ingi JóhannssonMálsástæður eru þær sömu í öllum málunum og málatilbúnaður samhljóða. Fyrirtækin telja öll að ráðherra hafi oftekið skatta og gjöld án viðhlítandi lagastoðar og í bága við stjórnarskrá. Enn fremur fari gjaldtakan í bága við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Krafist er endurgreiðslu á ofteknum sköttum og gjöldum. Bent er á að Ísland sé aðili að samningi um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Marakess 15. apríl 1994 og í tengslum við hann hafi hér meðal annars verið innleitt tollkvótafyrirkomulag. Ráðherra gefi árlega út reglugerðir um úthlutun tollkvóta. Fram kemur í stefnunum að vegna eftirspurnar eftir erlendum landbúnaðarafurðum hafi íslenskir innflytjendur sótt um mun meira magn til innflutnings en samið hafi verið um í Marakess-samningnum. „Útboðsleiðin hefur því mikið verið nýtt og hafa tekjur ríkissjóðs orðið umtalsverðar af matvöru sem átti að flytja inn tollalaust eða á lægri tollum til hagsbóta fyrir neytendur,“ segir í stefnunni. Þetta hafi leitt til þess að tollkvótar, sem átt hafi að tryggja innflutning á lægri gjöldum en ella, hafi ekki verið nýttir og að markaðsaðgangur sé mun takmarkaðri en ríkið hafi skuldbundið sig til að veita. Endurgreiðslukrafa fyrirtækjanna er þarna sögð tilkomin vegna oftekinna gjalda í tengslum við útboð á tollkvótum vegna innflutnings frá aðildarríkjum WTO á tímabilinu frá júní 2012 til júní 2013. Þá er gerð sérkrafa vegna ESB-tollkvóta. Þar sé gjaldtaka einvörðungu tilkomin vegna uppboða á þeim tollkvótum, enda engir tollar lagðir á innflutt magn sem úthlutað sé af þeim. Þar er krafist endurgreiðslu vegna innflutnings á árunum 2009 til 2012. Í málunum er einnig lagt upp með að ákvörðun ráðherra um toll á innflutning samkvæmt WTO- og ESB-kvótum og gjaldtaka í tengslum við uppboð á kvótunum feli í sér skattheimtu í merkingu stjórnarskrár. „Sú skattheimta er valkvæð og framkvæmd hennar bæði óskýr og ófyrirsjáanleg fyrir gjaldendur,“ segir í stefnu og því haldið fram að framkvæmdin eigi sér ekki viðhlítandi stoð í lögum og sé andstæð ákvæðum stjórnarskrár um bann við því að eftirláta stjórnvöldum val um það hvort skattheimta fari fram og hvernig. Ráðherra er því sagður hafa tekið sér vald sem samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrár sé einungis á hendi löggjafans. Orðrétt úr stefnu á hendur ríkinu:Stefnandi byggir á því að umrædd gjaldtaka í tengslum við úthlutun tollkvóta sé ólögmæt, einkum af þremur ástæðum.Í fyrsta lagi þar sem gjaldtakan er háð vali ráðherra og leggst ofan á það tollverð sem birt er fyrirfram í lögum og reglugerð, en hvort tveggja er í skýrri andstöðu við framangreind ákvæði stjórnarskrár.Í öðru lagi þar sem að gjaldtakan felur í sér viðbótar tollheimtu við skuldbindingar Íslands samkvæmt WTO-samningnum og ESB-samningnum án viðhlítandi lagaheimildar eða samninga um frávik þar um. Er slíkt jafnframt í andstöðu við meginreglur þjóðréttar um efndir þjóðréttarlegra skuldbindinga og meginreglur þjóðréttar um tillits- og viðleitniskyldu.Í þriðja lagi þar sem gjaldtakan fer fram í andstöðu við þá meginreglu tollaréttar að tollar og önnur aðflutningsgjöld skuli greidd við innflutning. Þegar um útboð á tollkvótum er að ræða þá er innflytjendum gert að greiða fyrirfram, það er áður en til innflutnings kemur, og óháð því hvort innflutningsheimildir eru nýttar.Hvergi er að finna lagaheimild fyrir slíkri fyrirframgreiðslu og er hún því í andstöðu við meginreglur tollalaga og 1. meðgrein 120. greinar tollalaga. Þá gengur þetta jafnframt þvert á meginreglur um gjaldtöku hins opinbera.Jóhannes GunnarssonNeytendasamtökin hafa Mótmælt skipan í starfshóp um tollamál og vilja fá að skipa fulltrúa Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því að fá ekki fulltrúa í starfshóp um tollamál á sviði landbúnaðar. Í grein sem Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, ritaði í Fréttablaðið 10. þessa mánaðar er áréttað að tollvernd hafi frá stofnun samtakanna fyrir 61 ári verið eitt af stóru málunum í hagsmunabaráttu neytenda. Á þeim vettvangi telji samtökin þó oftar en ekki meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Tollkvótar sem eingöngu séu settir til að vernda eina atvinnugrein gangi freklega gegn hag neytenda. Þegar ljós var skipan í starfshóp ráðuneytisins í febrúar óskuðu Neytendasamtökin eftir því að fá að skipa fulltrúa. „Eftir ítrekanir á þessu erindi og fréttatilkynningar frá samtökunum barst loks svar frá ráðuneytinu sem dagsett er 6. maí síðastliðinn,“ segir Jóhannes. Þar kom fram að tveir fulltrúar komi hvor frá sínu ráðuneyti, tveir frá framleiðendum, tveir frá launþegasamtökum, einn frá Samtökum atvinnurekenda og einn frá Samtökum verslunar og þjónustu. „Að athuguðu máli verður ekki annað séð af skipan hópsins en að sjónarmið þeirra er hagsmuna eiga að gæta muni koma fram með fullnægjandi hætti í nefndarstarfinu,“ hefur Jóhannes eftir ráðuneytinu. Hann segir stjórn Neytendasamtakanna hins vegar með engu móti geta fallist á að þessi skipan sé til þess fallin að gæta hagsmuna neytenda sérstaklega. „Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekkert við,“ segir hann.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Skortur veldur verðhækkunum á nautakjöti Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að tollar verði felldir niður og frjáls innflutningur heimilaður á nautakjöti vegna viðvarandi skorts. Innlendir framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn. 21. maí 2014 10:14 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Skortur veldur verðhækkunum á nautakjöti Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að tollar verði felldir niður og frjáls innflutningur heimilaður á nautakjöti vegna viðvarandi skorts. Innlendir framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn. 21. maí 2014 10:14