Stoltur af afrekinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Bjarki Már Elísson átti gott fyrsta tímabil í herbúðum Eisenach. vísir/Stefán Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti