Tímaritið Time tekur saman ellefu hljómsveitir víðs vegar um heiminn á vefsíðu sinni og hvetur lesendur til að kynna sér sveitirnar.
Íslenska sveitin Samaris kemst á listann og segir á vefsíðunni að Samaris búi til „fíngerða og fallega rafhljóðrás sem endurspeglar jökulumhverfi þeirra.“
Þá minnist greinahöfundur á nýútkomna plötu sveitarinnar, Silkidranga, og segir að hún sé „fullkomin til að búa til stemningu í sunnudagsbrjönsi eða bíltúr síðla nætur.“
Greinin kemur á fullkomnum tímapunkti fyrir hljómsveitina sem er á leiðinni í tónleikaferðalag til Ítalíu.

