Sviðsmyndin er Versalir í París í Frakklandi og sjást fyrirsæturnar Daria Strokous, Fei Fei Sun og Katlin Aas hlaupa um höllina og garð hennar.
Bera fyrirsæturnar fallegar handtöskur sem margir aðdáendur merkisins bíða eflaust spenntir eftir að fari í sölu.
Secret Garden-herferðin verður einnig í prentmiðlum og munu auglýsingar birtast til að mynda í japanska og franska Vogue í júní.

