Ágúst og Eva Þyri flytja Sólarsöngva 3. júní 2014 13:30 "Hugmyndin sjálf er ekki flókin: að fylgja sólinni á ferðalagi sínu frá upprás til sólarlags í ljóði og tónum.“ Þriðju og síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík í Garðabæ að þessu sinni verða í kvöld klukkan 20 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Þar koma fram hjónin og Garðbæingarnir Ágúst Ólafsson barítónsöngvari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir bera yfirskriftina Sólarsöngvar og segir Ágúst að hugmyndin sé búin að vera að gerjast hjá þeim Evu Þyri í um tvö ár. „Hugmyndin sjálf er ekki flókin: að fylgja sólinni á ferðalagi sínu frá upprás til sólarlags í ljóði og tónum frá ýmsum löndum. Þýskur veiðimaður vekur sólina með söngvum sínum, í Finnlandi fær snjókorn loks þá ósk sína uppfyllta að deyja við koss hennar, í Frakklandi horfir maður á sína heittelskuðu, þar sem hún sefur í skugga miðdegissólarinnar og í ljósaskiptunum gerast undarlegir hlutir á hóteli í Dublin sem og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Ljóða- og lagalistinn verður sem sagt fjölbreytilegur og skemmtilegur, nokkurs konar bland í poka með mörgum af uppáhaldslögum okkar,“ segir Ágúst. Tónleikarnir taka um klukkustund, án hlés. Að Þriðjudagsklassík í Garðabæ stendur Menningar- og safnanefnd Garðabæjar en listrænn stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona og kórstjóri. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þriðju og síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Þriðjudagsklassík í Garðabæ að þessu sinni verða í kvöld klukkan 20 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Þar koma fram hjónin og Garðbæingarnir Ágúst Ólafsson barítónsöngvari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir bera yfirskriftina Sólarsöngvar og segir Ágúst að hugmyndin sé búin að vera að gerjast hjá þeim Evu Þyri í um tvö ár. „Hugmyndin sjálf er ekki flókin: að fylgja sólinni á ferðalagi sínu frá upprás til sólarlags í ljóði og tónum frá ýmsum löndum. Þýskur veiðimaður vekur sólina með söngvum sínum, í Finnlandi fær snjókorn loks þá ósk sína uppfyllta að deyja við koss hennar, í Frakklandi horfir maður á sína heittelskuðu, þar sem hún sefur í skugga miðdegissólarinnar og í ljósaskiptunum gerast undarlegir hlutir á hóteli í Dublin sem og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Ljóða- og lagalistinn verður sem sagt fjölbreytilegur og skemmtilegur, nokkurs konar bland í poka með mörgum af uppáhaldslögum okkar,“ segir Ágúst. Tónleikarnir taka um klukkustund, án hlés. Að Þriðjudagsklassík í Garðabæ stendur Menningar- og safnanefnd Garðabæjar en listrænn stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona og kórstjóri.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira