Skær mynstur, sterkir litir og dýramynstur einkenna línuna en meðal þess sem er að finna í línunni eru töskur í öllum stærðum og gerðum sem eru innblásnar af ofurhetjum.
Margt var um manninn þegar Stella kynnti línuna og voru fyrirsæturnar Cara Delevingne og Jourdan Dunn og leikkonurnar Amber Heard og Maggie Gyllenhaal meðal gesta.
