Reyna aftur að sprengja Hörpu upp Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. júní 2014 10:00 Hljómsveitin Dimma ætlar að sprengja talsvert magn af sprengjum á útgáfutónleikunum í kvöld. mynd/Brynjar Snær „Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við ætlum allavega að reyna að sprengja upp Hörpuna, við reyndum það í fyrra og það munaði litlu þá,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, en sveitin heldur útgáfutónleika í Hörpu í kvöld. Sveitin gaf út sína fjórðu stóru hljóðversplötu fyrir skömmu og ber hún nafnið Vélráð. Sveitin ætlar að fagna henni með tónleikum víðs vegar um landið. „Á tónleikum okkar í Hörpu í fyrra komumst við yfir einhvern sprengjulager frá því Iron Maiden komu hingað til lands, enda fór eldvarnakerfið þrisvar sinnum í gang hjá okkur í fyrra. Við ætlum að reyna að gera enn betur í ár og erum með mjög flottar sprengjur tilbúnar,“ útskýrir Birgir. Hann segir það ekki tekið upp úr götunni að nota slíkar sprengjur á tónleikum. „Það þarf að fá sérstakt sprengjuleyfi og það er maður sem sér eingöngu um þetta. Maður fer ekkert í að græja þetta daginn fyrir gigg.“ Tónleikarnir í Hörpu hefjast klukkan 20.00 en sveitin kemur svo fram á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið. „Við verðum mjög duglegir í sumar og erum með um þrjátíu tónleika bókaða fram að hausti,“ bætir Birgi við.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira