Látum ekki rigna upp í nefið á okkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2014 06:00 Sverre gefur aldrei neitt eftir á vellinum og þykir afar harður í horn að taka í varnarleiknum. Fréttablaðið/Stefán Handboltafélagið Akureyri fékk gríðarlegan liðsstyrk á dögunum þegar Sverre Andreas Jakobsson samdi við félagið. Fljótlega fylgdu Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Levý Guðmundsson inn um dyrnar fyrir norðan. Sverre hefur leikið með Grosswallstadt undanfarin ár en hann er uppalinn á Akureyri. Sverre lék með KA upp alla yngri flokkana og er hann því að snúa aftur á heimaslóðir. „Það er margt í gangi þessa stundina en ég einbeiti mér bara að leiknum gegn Bosníu á sunnudaginn,“ sagði Sverre þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Sverrir er í leikmannahóp íslenska liðsins fyrir seinni leikinn gegn Bosníu í undankeppni HM í Katar.Spenntur að spila með Didda Akureyri missti nokkra leikmenn en félagið fékk til sín öfluga leikmenn. Nú síðast kom reynsluboltinn Elías Már Halldórsson frá Haukum. „Ég hlakka til að koma norður og takast á við nýtt verkefni. Þegar ég samþykkti tilboð þeirra voru engar kröfur um leikmenn eða neitt slíkt. Það hafa komið stórir bitar í liðið sem gerir þetta að mjög skemmtilegu verkefni. Peking-vörnin er komin aftur og ég er gríðarlega spenntur fyrir að spila með Didda aftur í vörninni,“ sagði Sverre. Ekki er von á fleiri leikmönnum inn um dyrnar. Þess í stað á að leyfa ungum leikmönnum að blómstra við hlið reynsluboltanna. „Við misstum marga leikmenn og við þurftum að fylla upp í þau göt. Vonandi getum við reynsluboltarnir miðlað einhverri reynslu til ungu strákanna því þeir þurfa að taka við einn daginn. Við erum ekki komnir til að henda neinum í burtu heldur að hjálpa þeim að taka næsta skref og gera þá að betri leikmönnum.“Verðum að æfa aukalega Auk nýrra leikmanna er von á leikmönnum úr meiðslum fyrir norðan. „Við eigum meidda menn inni og við þurfum einfaldlega að gefa þeim þann tíma sem þeir þurfa. Þetta eru mikilvægir leikmenn sem eru að glíma við alvarleg meiðsli og við getum ekki pressað á þá. Við verðum að leyfa þeim að ná sér að fullu áður en þeir fara af stað og horfa til lengri tíma.“ Einhver verður harkan þegar sótt er að marki Akureyrar næsta vetur en Sverre og Ingimundur eru engin lömb að leika sér við. „Við erum ekkert óvinnandi vígi. Við verðum að gæta okkar og láta ekki rigna upp í nefið á okkur og halda að við séum bestir. Þetta er annar handbolti en ég þekki. Það eru ungir og kvikir leikmenn í deildinni, sem gerir okkur gömlu jálkunum erfitt fyrir. Það getur verið erfiðara heldur en að glíma við eldri þyngri leikmenn. Við verðum eflaust að æfa aukalega til að halda uppi hraðanum, annað væru mistök. Ef maður ætlar að reyna að labba í gegn um þetta grípur maður á endanum í tómt,“ sagði Sverre.Lætur sérfræðingana um vítin Þrátt fyrir að vera hluti af þjálfaraliðinu gerir Sverre ekki ráð fyrir að hlutverk sitt inn á vellinum breytist. Hann gerði ekki ráð fyrir að taka vítaköstin þegar spurningin var borin undir hann. „Ég er jarðbundinn hvað varðar það. Sá draumur myndi eflaust snúast upp í einhverja martröð. Það snýst allt eftir aðstæðum en í dag er það ekki upp á borðinu. Ég ætla að einbeita mér að því hlutverki sem ég hef gert hingað til. Ætli ég láti ekki sérfræðingana áfram um vítin,“ sagði Sverre glottandi.Erum með betra lið en Bosnía Ísland mætir Bosníu í umspili um sæti á HM í Katar á sunnudaginn. Undirbúningurinn gengur vel en Ísland þarf að vinna upp eins marks forskot Bosníumanna. „Við erum að búa okkur vel undir það, það er hægt að læra margt af fyrri leiknum. Við erum að fá á okkur alltof mörg mörk og kerfin þeirra gengu of vel upp. Skytturnar þeirra fengu of auðveld skot sem skilaði sér í mörkum. Ég er bjartsýnn á leikinn sem fram undan er, enda erum við með betra lið að mínu mati.“ Sverre er þess fullviss að spili íslenska liðið á eigin getu vinnist leikurinn á sunnudaginn. „Fyrst skildi ég ekki hvernig við töpuðum þessu en svo þegar litið er til baka sér maður margar glufur í varnarleiknum. Það verður að laga þetta og við erum að vinna í því þessa dagana og undirbúa okkur. Ég er nokkuð bjartsýnn, við ætlum okkur sigur,“ sagði Sverre sigurviss. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Handboltafélagið Akureyri fékk gríðarlegan liðsstyrk á dögunum þegar Sverre Andreas Jakobsson samdi við félagið. Fljótlega fylgdu Ingimundur Ingimundarson og Hreiðar Levý Guðmundsson inn um dyrnar fyrir norðan. Sverre hefur leikið með Grosswallstadt undanfarin ár en hann er uppalinn á Akureyri. Sverre lék með KA upp alla yngri flokkana og er hann því að snúa aftur á heimaslóðir. „Það er margt í gangi þessa stundina en ég einbeiti mér bara að leiknum gegn Bosníu á sunnudaginn,“ sagði Sverre þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Sverrir er í leikmannahóp íslenska liðsins fyrir seinni leikinn gegn Bosníu í undankeppni HM í Katar.Spenntur að spila með Didda Akureyri missti nokkra leikmenn en félagið fékk til sín öfluga leikmenn. Nú síðast kom reynsluboltinn Elías Már Halldórsson frá Haukum. „Ég hlakka til að koma norður og takast á við nýtt verkefni. Þegar ég samþykkti tilboð þeirra voru engar kröfur um leikmenn eða neitt slíkt. Það hafa komið stórir bitar í liðið sem gerir þetta að mjög skemmtilegu verkefni. Peking-vörnin er komin aftur og ég er gríðarlega spenntur fyrir að spila með Didda aftur í vörninni,“ sagði Sverre. Ekki er von á fleiri leikmönnum inn um dyrnar. Þess í stað á að leyfa ungum leikmönnum að blómstra við hlið reynsluboltanna. „Við misstum marga leikmenn og við þurftum að fylla upp í þau göt. Vonandi getum við reynsluboltarnir miðlað einhverri reynslu til ungu strákanna því þeir þurfa að taka við einn daginn. Við erum ekki komnir til að henda neinum í burtu heldur að hjálpa þeim að taka næsta skref og gera þá að betri leikmönnum.“Verðum að æfa aukalega Auk nýrra leikmanna er von á leikmönnum úr meiðslum fyrir norðan. „Við eigum meidda menn inni og við þurfum einfaldlega að gefa þeim þann tíma sem þeir þurfa. Þetta eru mikilvægir leikmenn sem eru að glíma við alvarleg meiðsli og við getum ekki pressað á þá. Við verðum að leyfa þeim að ná sér að fullu áður en þeir fara af stað og horfa til lengri tíma.“ Einhver verður harkan þegar sótt er að marki Akureyrar næsta vetur en Sverre og Ingimundur eru engin lömb að leika sér við. „Við erum ekkert óvinnandi vígi. Við verðum að gæta okkar og láta ekki rigna upp í nefið á okkur og halda að við séum bestir. Þetta er annar handbolti en ég þekki. Það eru ungir og kvikir leikmenn í deildinni, sem gerir okkur gömlu jálkunum erfitt fyrir. Það getur verið erfiðara heldur en að glíma við eldri þyngri leikmenn. Við verðum eflaust að æfa aukalega til að halda uppi hraðanum, annað væru mistök. Ef maður ætlar að reyna að labba í gegn um þetta grípur maður á endanum í tómt,“ sagði Sverre.Lætur sérfræðingana um vítin Þrátt fyrir að vera hluti af þjálfaraliðinu gerir Sverre ekki ráð fyrir að hlutverk sitt inn á vellinum breytist. Hann gerði ekki ráð fyrir að taka vítaköstin þegar spurningin var borin undir hann. „Ég er jarðbundinn hvað varðar það. Sá draumur myndi eflaust snúast upp í einhverja martröð. Það snýst allt eftir aðstæðum en í dag er það ekki upp á borðinu. Ég ætla að einbeita mér að því hlutverki sem ég hef gert hingað til. Ætli ég láti ekki sérfræðingana áfram um vítin,“ sagði Sverre glottandi.Erum með betra lið en Bosnía Ísland mætir Bosníu í umspili um sæti á HM í Katar á sunnudaginn. Undirbúningurinn gengur vel en Ísland þarf að vinna upp eins marks forskot Bosníumanna. „Við erum að búa okkur vel undir það, það er hægt að læra margt af fyrri leiknum. Við erum að fá á okkur alltof mörg mörk og kerfin þeirra gengu of vel upp. Skytturnar þeirra fengu of auðveld skot sem skilaði sér í mörkum. Ég er bjartsýnn á leikinn sem fram undan er, enda erum við með betra lið að mínu mati.“ Sverre er þess fullviss að spili íslenska liðið á eigin getu vinnist leikurinn á sunnudaginn. „Fyrst skildi ég ekki hvernig við töpuðum þessu en svo þegar litið er til baka sér maður margar glufur í varnarleiknum. Það verður að laga þetta og við erum að vinna í því þessa dagana og undirbúa okkur. Ég er nokkuð bjartsýnn, við ætlum okkur sigur,“ sagði Sverre sigurviss.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn