„Það er erfitt að útskýra það hvernig hún hljómar því ég er bara rétt byrjuð að skrifa. En ég er spennt því lífið mitt er svo frábrugðið því sem það var og ég get skrifað um fullt af nýjum upplifunum,“ segir Lorde.
Hún gaf út sína fyrstu plötu, Pure Heroine, í september í fyrra og hefur hún notið gríðarlegrar velgengni.
Lorde hlaut fjórar tilnefningar á síðustu Grammy-verðlaunum og hreppti tvenn, fyrir Lag ársins Royals og bestu sólóframmistöðu í popptónlist. Í febrúar á þessu ári hlaut hún síðan verðlaun sem besti alþjóðlegi kvenkyns sólólistamaðurinn á BRIT-verðlaunahátíðinni.