Reykjavík er vanmetinn staður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. júní 2014 13:00 Þórdís Gísladóttir "Ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það.“ Fréttablaðið/GVA Ég er bara að segja sögur af venjulegu fólki,“ segir Þórdís Gísladóttir um ljóðabók sína Velúr sem nýverið kom út hjá Bjarti. „Ég gríp hugmyndir sem eru á sveimi á netinu, eða í loftinu eða þegar einhver segir eitthvað og það mallar í undirmeðvitundinni þangað til það verður að einhverju. Ég er ekki að sækja mikið í þjóðararfinn eða eitthvað þannig.“ Talandi um þjóðararf þá eru í bókinni úrklippur úr gömlum dagblöðum, bæði fréttir, tilkynningar og auglýsingar sem greinilega höfða til þín. Er það ekki partur af arfinum? „Jú, kannski, en aðallega hef ég áhuga á Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, hvernig borgin varð til og hvað hún var allt öðruvísi en okkur er kennt í Íslandssögunni í skólanum. Manni var sagt allt um sveitina en var aldrei sagt að á þriðja og fjórða áratugnum hefði verið hér samfélag sem var miklu alþjóðlegra og allt öðruvísi en maður ímyndar sér.“ Hvaðan kemur nafnið Velúr? „Velúr er uppáhaldsefnið mitt. Það er mjúkt og hentar vel í heimaföt en er líka sparilegt. Það getur til dæmis verið í leiktjöldum, jogginggöllum fyrir gamalt fólk og svona velúrmönnum sem eru mjúku mennirnir. Þannig að velúr hefur margar hliðar og margar vísanir. Svo hefur fólk túlkað þetta á þann hátt að ég vilji fara vel úr, en það var nú ekki mín meining.“ Kápumyndin er mynd af veggfóðri sem óhjákvæmilega dregur hugann að Veggfóðruðum óendanleika Ísaks Harðarsonar, er það með vilja gert? „Ísak er í uppáhaldi en þetta var svo sem ekki hugsað sem vísun í hann. Það er önnur saga á bak við þetta útlit. Þegar ég fékk að vita að ég fengi Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Leyndarmál annarra hér um árið var ég ekki kominn með útgefanda og þurfti að hafa hraðar hendur við hönnun bókarinnar. Þá notaði ég veggfóður sem ég átti en var ekki búin að setja á vegg í kápumyndina og fannst kjörið að halda þeim stíl með þessa. Fyrir utan það að veggfóður er líka svona heimilislegt eins og velúr.“ Þórdís upplýsir að hún sé Hafnfirðingur í fjóra ættliði í báðar ættir en hafi flutt í borgina um tvítugt og sé löngu farin að líta á sig sem Reykvíking. Er hún næsta borgarskáld? „Það veit ég nú ekki en mér finnst Reykjavík mjög vanmetinn staður og hef mikinn áhuga á að skoða sögu hennar.“ Dreymir þig þá ekkert um að skrifa stóru Reykjavíkurskáldsöguna? „Hún kemur kannski einhvern tímann. Svona þriggja kynslóða saga í anda Marianne Fredrikson. Ég bara veit það ekki. Hún er allavega einhvers staðar í huganum.“ Ljóðin í bókinni eru flest stuttar, skarpar og kaldhæðnislegar myndir, beitirðu kaldhæðninni meðvitað? „Nei, það geri ég reyndar ekki, en ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það. Ég er bara alin upp í þannig andrúmslofti að það þykir eðlilegt að tjá sig á þennan hátt.“ Sumir halda því fram að það eigi frekar að flytja ljóð en lesa, en Þórdís er ekki alveg sammála því. „Það er svona bæði og. Maður fær allt aðra upplifun af því að lesa ljóð en hlusta á þau, þannig að ég held að þau þurfi að vera til á prenti líka.“ Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ég er bara að segja sögur af venjulegu fólki,“ segir Þórdís Gísladóttir um ljóðabók sína Velúr sem nýverið kom út hjá Bjarti. „Ég gríp hugmyndir sem eru á sveimi á netinu, eða í loftinu eða þegar einhver segir eitthvað og það mallar í undirmeðvitundinni þangað til það verður að einhverju. Ég er ekki að sækja mikið í þjóðararfinn eða eitthvað þannig.“ Talandi um þjóðararf þá eru í bókinni úrklippur úr gömlum dagblöðum, bæði fréttir, tilkynningar og auglýsingar sem greinilega höfða til þín. Er það ekki partur af arfinum? „Jú, kannski, en aðallega hef ég áhuga á Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, hvernig borgin varð til og hvað hún var allt öðruvísi en okkur er kennt í Íslandssögunni í skólanum. Manni var sagt allt um sveitina en var aldrei sagt að á þriðja og fjórða áratugnum hefði verið hér samfélag sem var miklu alþjóðlegra og allt öðruvísi en maður ímyndar sér.“ Hvaðan kemur nafnið Velúr? „Velúr er uppáhaldsefnið mitt. Það er mjúkt og hentar vel í heimaföt en er líka sparilegt. Það getur til dæmis verið í leiktjöldum, jogginggöllum fyrir gamalt fólk og svona velúrmönnum sem eru mjúku mennirnir. Þannig að velúr hefur margar hliðar og margar vísanir. Svo hefur fólk túlkað þetta á þann hátt að ég vilji fara vel úr, en það var nú ekki mín meining.“ Kápumyndin er mynd af veggfóðri sem óhjákvæmilega dregur hugann að Veggfóðruðum óendanleika Ísaks Harðarsonar, er það með vilja gert? „Ísak er í uppáhaldi en þetta var svo sem ekki hugsað sem vísun í hann. Það er önnur saga á bak við þetta útlit. Þegar ég fékk að vita að ég fengi Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Leyndarmál annarra hér um árið var ég ekki kominn með útgefanda og þurfti að hafa hraðar hendur við hönnun bókarinnar. Þá notaði ég veggfóður sem ég átti en var ekki búin að setja á vegg í kápumyndina og fannst kjörið að halda þeim stíl með þessa. Fyrir utan það að veggfóður er líka svona heimilislegt eins og velúr.“ Þórdís upplýsir að hún sé Hafnfirðingur í fjóra ættliði í báðar ættir en hafi flutt í borgina um tvítugt og sé löngu farin að líta á sig sem Reykvíking. Er hún næsta borgarskáld? „Það veit ég nú ekki en mér finnst Reykjavík mjög vanmetinn staður og hef mikinn áhuga á að skoða sögu hennar.“ Dreymir þig þá ekkert um að skrifa stóru Reykjavíkurskáldsöguna? „Hún kemur kannski einhvern tímann. Svona þriggja kynslóða saga í anda Marianne Fredrikson. Ég bara veit það ekki. Hún er allavega einhvers staðar í huganum.“ Ljóðin í bókinni eru flest stuttar, skarpar og kaldhæðnislegar myndir, beitirðu kaldhæðninni meðvitað? „Nei, það geri ég reyndar ekki, en ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það. Ég er bara alin upp í þannig andrúmslofti að það þykir eðlilegt að tjá sig á þennan hátt.“ Sumir halda því fram að það eigi frekar að flytja ljóð en lesa, en Þórdís er ekki alveg sammála því. „Það er svona bæði og. Maður fær allt aðra upplifun af því að lesa ljóð en hlusta á þau, þannig að ég held að þau þurfi að vera til á prenti líka.“
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira