Menningarveisla Sólheima stendur sem hæst.
Balkanbandið Skuggamyndir frá Býsans leikur í kirkjunni þar á laugardaginn klukkan 14.
Á dagskrá er blanda af þjóðlögum frá Balkanskaganum en sú tónlist er annáluð fyrir tilfinningahita, stuð og ósamhverfar takttegundir.
Listmunir íbúa Sólheima eru til sýnis í Ingustofu og í Sesseljuhúsi eru fugla- og dýrateikningar eftir Jón Baldur Hlíðberg.
Ókeypis er á tónleikana og sýningarnar verða opnar í allt sumar.

