Heillaðist af séríslenskri fornri menningu og hjátrú Marín Manda skrifar 25. júní 2014 10:30 Alda Sigmundsdóttir „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira