Stúlkurnar frá Rómönsku Ameríku hafa vinninginn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. júní 2014 13:30 Esmeralda Santiago Í afþreyingarbókaflóði sumarsins bera tvær bækur höfuð og herðar yfir aðrar. Báðar eru þær skrifaðar af bandarískum konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið í æsku í Rómönsku Ameríku. Jennifer Clement býr reyndar enn í Mexíkóborg en hefur í millitíðinni búið í New York og Paris og Esmeralda Santiago flutti sem barn til New York frá Púertó Ríkó og og býr enn í nágrenni borgarinnar. Bók hennar, Stúlkan frá Púertó Ríkó, er fyrsti hluti sjálfsævisögu hennar og segir frá árunum í Púertó Ríkó, flutningnum til New York og fyrstu árunum þar. Bók Clement, Beðið fyrir brottnumdum, er hins vegar skáldsaga sem lýsir lífi ungrar stúlku, Ladydi Garcia Martinez, sem býr í litlu þorpi skammt frá Acapulco í Mexíkó. Bækurnar eru mjög ólíkar en lýsa báðar sárri reynslu og niðurlægingu. Bók Santiago endar á jákvæðum nótum þegar hún hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og sér fram á breytingu á högum sínum og bók Clement endar sömuleiðis með bjartsýni, þótt allt sem lýst hefur verið fyrr í bókinni um það sem býður Mexíkóa sem reyna að komast ólöglega inn í BNA gefi svo sem ekki ástæðu til að ætla að þrengingum Ladydi sé þar með lokið. Bækurnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera sjaldgæflega vel skrifaðar og bera með sér liti, líf og lykt sem allt of sjaldan berast inn á borð íslenskra lesenda. Þrátt fyrir kröpp kjör og miklar ógnir sem steðja að ungum stúlkum í ofurveldi eiturlyfjabarónanna í Mexíkó er Beðið fyrir brottnumdum full af gleði og gáska og persóna Ladydi svo lifandi að lesandinn verður ástfanginn af henni á fyrstu síðu. Aukapersónur, einkanlega móðirin, eru líka skemmtilegar og þrátt fyrir allar hremmingarnar sem á dynja í sögunni er það með hlýju í hjarta sem maður leggur hana frá sér að lestri loknum. Esmeralda, Stúlkan frá Púertó Ríkó, verður manni ekki eins hjartfólgin en, þótt undarlegt megi virðast, taka hremmingarnar í sögu hennar meira á lesandann en skelfingin sem vofir yfir Ladydi í gegum alla söguna. Báðar eru bækurnar þeirrar gerðar að strax eftir nokkrar blaðsíður er lesandinn genginn inn í heim stúlknanna og á erfitt með að slíta sig þaðan fyrr en að lesinni síðustu blaðsíðu. Sannarlega kærkominn og litaglaður sumarauki í rigningunni. Ekki spillir fyrir að þýðingar beggja bókanna eru vel unnar eins og vænta mátti af þýðendunum Ingunni Snædal, sem þýddi Beðið fyrir brottnumdum sem Bjartur gefur út, og Herdísi Magneu Hübner, sem þýðir Stúlkuna frá Púertó Ríkó fyrir Sölku. Það er full ástæða til að hvetja alla sem vilja að bækur heilli sig og hreifi við sér til að kíkja á þessar tvær. Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Í afþreyingarbókaflóði sumarsins bera tvær bækur höfuð og herðar yfir aðrar. Báðar eru þær skrifaðar af bandarískum konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið í æsku í Rómönsku Ameríku. Jennifer Clement býr reyndar enn í Mexíkóborg en hefur í millitíðinni búið í New York og Paris og Esmeralda Santiago flutti sem barn til New York frá Púertó Ríkó og og býr enn í nágrenni borgarinnar. Bók hennar, Stúlkan frá Púertó Ríkó, er fyrsti hluti sjálfsævisögu hennar og segir frá árunum í Púertó Ríkó, flutningnum til New York og fyrstu árunum þar. Bók Clement, Beðið fyrir brottnumdum, er hins vegar skáldsaga sem lýsir lífi ungrar stúlku, Ladydi Garcia Martinez, sem býr í litlu þorpi skammt frá Acapulco í Mexíkó. Bækurnar eru mjög ólíkar en lýsa báðar sárri reynslu og niðurlægingu. Bók Santiago endar á jákvæðum nótum þegar hún hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og sér fram á breytingu á högum sínum og bók Clement endar sömuleiðis með bjartsýni, þótt allt sem lýst hefur verið fyrr í bókinni um það sem býður Mexíkóa sem reyna að komast ólöglega inn í BNA gefi svo sem ekki ástæðu til að ætla að þrengingum Ladydi sé þar með lokið. Bækurnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera sjaldgæflega vel skrifaðar og bera með sér liti, líf og lykt sem allt of sjaldan berast inn á borð íslenskra lesenda. Þrátt fyrir kröpp kjör og miklar ógnir sem steðja að ungum stúlkum í ofurveldi eiturlyfjabarónanna í Mexíkó er Beðið fyrir brottnumdum full af gleði og gáska og persóna Ladydi svo lifandi að lesandinn verður ástfanginn af henni á fyrstu síðu. Aukapersónur, einkanlega móðirin, eru líka skemmtilegar og þrátt fyrir allar hremmingarnar sem á dynja í sögunni er það með hlýju í hjarta sem maður leggur hana frá sér að lestri loknum. Esmeralda, Stúlkan frá Púertó Ríkó, verður manni ekki eins hjartfólgin en, þótt undarlegt megi virðast, taka hremmingarnar í sögu hennar meira á lesandann en skelfingin sem vofir yfir Ladydi í gegum alla söguna. Báðar eru bækurnar þeirrar gerðar að strax eftir nokkrar blaðsíður er lesandinn genginn inn í heim stúlknanna og á erfitt með að slíta sig þaðan fyrr en að lesinni síðustu blaðsíðu. Sannarlega kærkominn og litaglaður sumarauki í rigningunni. Ekki spillir fyrir að þýðingar beggja bókanna eru vel unnar eins og vænta mátti af þýðendunum Ingunni Snædal, sem þýddi Beðið fyrir brottnumdum sem Bjartur gefur út, og Herdísi Magneu Hübner, sem þýðir Stúlkuna frá Púertó Ríkó fyrir Sölku. Það er full ástæða til að hvetja alla sem vilja að bækur heilli sig og hreifi við sér til að kíkja á þessar tvær.
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira