Vill ekkert segja um viðbrögð Úlfars | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2014 06:15 Kristján Þór Einarsson með dóttur sinni eftir sigurinn á Hvaleyrarvelli í gær. Fréttablaðið/Daníel Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni sem fór fram við kjöraðstæður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Kristján Þór, sem keppir fyrir Kjöl í Mosfellsbæ, hafði betur gegn Bjarka Péturssyni frá Golfklúbbi Borgarness í úrslitum en Tinna, sem keppti á heimavelli, vann Karen Guðnadóttur úr Golfklúbbi Suðurnesja.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365, tók meðfylgjandi myndir á Hvaleyrarvelli um helgina. „Ég náði að bæta mig með hverjum hring eftir því sem leið á mótið,“ sagði Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið en óhætt er að fullyrða að hann hafi farið erfiða leið að titlinum. Í fjórðungsúrslitum lagði hann Birgi Leif Hafþórsson, margfaldan Íslandsmeistara í höggleik, að velli og Harald Franklín Magnús, sem nýlega komst í átta manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu, í undanúrslitum. „Birgir Leifur er líklega besti kylfingur sem Ísland hefur átt og árangurinn sem Haraldur Franklín náði úti var frábær. Bjarki hefur svo spilað frábært golf alla helgina og ég held að hafi farið erfiðustu leiðina sem möguleg var, með fullri virðingu fyrir öðrum,“ sagði Kristján Þór. Kristján Þór lýsti á dögunum óánægju sinni með þá ákvörðun landsliðsþjálfarans Úlfars Jónssonar að velja hann ekki í landslið Íslands fyrir Evrópukeppni landsliða sem fer fram í Finnlandi í byrjun næsta mánaðar. „Hann segir mér óbeint að ég eigi ekkert heima í landsliðinu því ég á barn og er með annað á leiðinni. Hann telur að metnaðurinn sé ekki í golfinu,“ sagði Kristján Þór í umræddu viðtali við Vísi þann 20. júní síðastliðinn. „Ég kom virkilega „mótiveraður“ inn í þetta mót og vildi senda ákveðin skilaboð. Það gekk eftir með þessum sigri,“ segir Kristján Þór sem reiknar ekki með því að fá símtal frá landsliðsþjálfaranum eftir árangur helgarinnar. „Ég þarf bara að bíða og sjá. En ég hef litla trú á því,“ sagði Kristján en hann vildi ekki tjá sig um viðbrögð Úlfars sem sagði málið á sínum tíma vera „leiðinlegan misskilning“ og að hann hefði ekkert á móti Kristjáni. Næsta mót Kristjáns verður meistaramót Kjalar eftir tvær vikur en að því loknu hefur hann undirbúning fyrir Íslandsmótið í höggleik sem fer fram dagana 24.-27. júlí. „Það er enginn vafi á því að ég stefni að sigri á landsmótinu en ég verð svo bara að bíða og sjá til hvernig ágústmánuður verður hjá mér. Við eigum von á barni þá og framhaldið ræðst af því,“ sagði Kristján Þór að lokum. Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Kristján Þór Einarsson og Tinna Jóhannsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni sem fór fram við kjöraðstæður á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Kristján Þór, sem keppir fyrir Kjöl í Mosfellsbæ, hafði betur gegn Bjarka Péturssyni frá Golfklúbbi Borgarness í úrslitum en Tinna, sem keppti á heimavelli, vann Karen Guðnadóttur úr Golfklúbbi Suðurnesja.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365, tók meðfylgjandi myndir á Hvaleyrarvelli um helgina. „Ég náði að bæta mig með hverjum hring eftir því sem leið á mótið,“ sagði Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið en óhætt er að fullyrða að hann hafi farið erfiða leið að titlinum. Í fjórðungsúrslitum lagði hann Birgi Leif Hafþórsson, margfaldan Íslandsmeistara í höggleik, að velli og Harald Franklín Magnús, sem nýlega komst í átta manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu, í undanúrslitum. „Birgir Leifur er líklega besti kylfingur sem Ísland hefur átt og árangurinn sem Haraldur Franklín náði úti var frábær. Bjarki hefur svo spilað frábært golf alla helgina og ég held að hafi farið erfiðustu leiðina sem möguleg var, með fullri virðingu fyrir öðrum,“ sagði Kristján Þór. Kristján Þór lýsti á dögunum óánægju sinni með þá ákvörðun landsliðsþjálfarans Úlfars Jónssonar að velja hann ekki í landslið Íslands fyrir Evrópukeppni landsliða sem fer fram í Finnlandi í byrjun næsta mánaðar. „Hann segir mér óbeint að ég eigi ekkert heima í landsliðinu því ég á barn og er með annað á leiðinni. Hann telur að metnaðurinn sé ekki í golfinu,“ sagði Kristján Þór í umræddu viðtali við Vísi þann 20. júní síðastliðinn. „Ég kom virkilega „mótiveraður“ inn í þetta mót og vildi senda ákveðin skilaboð. Það gekk eftir með þessum sigri,“ segir Kristján Þór sem reiknar ekki með því að fá símtal frá landsliðsþjálfaranum eftir árangur helgarinnar. „Ég þarf bara að bíða og sjá. En ég hef litla trú á því,“ sagði Kristján en hann vildi ekki tjá sig um viðbrögð Úlfars sem sagði málið á sínum tíma vera „leiðinlegan misskilning“ og að hann hefði ekkert á móti Kristjáni. Næsta mót Kristjáns verður meistaramót Kjalar eftir tvær vikur en að því loknu hefur hann undirbúning fyrir Íslandsmótið í höggleik sem fer fram dagana 24.-27. júlí. „Það er enginn vafi á því að ég stefni að sigri á landsmótinu en ég verð svo bara að bíða og sjá til hvernig ágústmánuður verður hjá mér. Við eigum von á barni þá og framhaldið ræðst af því,“ sagði Kristján Þór að lokum.
Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira