„Árið 2002 stofnuðum við lítið útgáfubatterí, Low Key Records, sem er svona hatturinn yfir þessu öllu,“ segir Ívar en fyrsta plata sem strákarnir gáfu út var Original Melody-plata árið 2006 en þrír af fjórum meðlimum Original Melody eru í Cheddy Carter.
„Við fluttum í nýtt stúdíóhúsnæði um áramótin og fengum einhvers konar innblástur þar sem ýtti okkur í þessa átt,“ segir rapparinn en tónlistarmennirnir höfðu mikið verið að vinna efni sem Original Melody. „Þessi nýja tónlist hentar því eiginlega ekki, þetta var eitthvað allt annað.“
Cheddy Carter gáfu út Saturday Sessions, sitt fyrsta lag, í byrjun maí en voru að senda frá sér seinna lagið sitt, Rush Hour, sem er aðgengilegt á Facebook-síðu sveitarinnar.
Strákarnir stefna síðan að því að gefa út efni jafnt og þétt út sumarið. „Við eigum fullt af efni,“ segir Ívar. „Það er enginn tilgangur að taka þetta upp ef við gefum þetta ekki út.“