Nýtir kórreynsluna í listaverkum sínum Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. júlí 2014 15:00 Jóhanna Þórhallsdóttir er hæfileikarík á hinum ýmsu sviðum listarinnar og opnar sína fyrstu listaverkasýningu. vísir/valli „Mér þótti í þessu tilfelli gott að nota andlitin, og svo er maður alltaf að hugsa um fólkið í kringum sig, alla kórana sína, vinkonur og vini. Það kviknar hugmynd og maður djassar sig einhvern veginn í gegnum þetta,“ segir listakonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir en hún opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á laugardaginn í listasalnum Anarkíu í Kópavogi. Ásamt henni opnar myndlistarkonan Hulda Vilhjálmsdóttir einnig sýningu. Jóhanna, sem einnig er söngkona, stýrði hinum ýmsu kórum í rúm tuttugu ár og nýtir hún sér þá reynslu í myndlistinni. „Andlitið er persónulegasta eign hverrar manneskju og flestir eyða stórum hluta ævi sinnar fyrir framan spegil. Fólk veltir fyrir sér nefi, eyrum, munni og augum og horfir gagnrýnum augum á allar ójöfnur húðarinnar. Kór er samsafn af syngjandi andlitum þar sem séreinkennin hverfa inn í eina syngjandi heild og ég nýti mér það,“ segir Jóhanna, sem hefur á sínum langa ferli mikið spáð í andlit og svip einstaklinga. „Ég hef alltaf haft gaman af að vera með góðu fólki og alltaf verið með marga í kringum mig, og þá er einhvern veginn ekki annað hægt en að spá í andlitssvipinn. Annars er ég nú hálffeimin við að tala um þessi verk. Þetta er bara fyrsta vers. Ein lítil hugmynd. Bæði andlit og svo er líka slatti af brjóstum,“ segir Jóhanna og hlær. Sýningin dregur nafn sitt af stærsta verki Jóhönnu, sem hún kallar Þögla kórinn. „Ég reyni að finna tóninn í andlitum einstaklinganna. Það má líka örugglega greina að þetta er kvennakór enda stýrði ég þungavigtakórnum, Léttsveit Reykjavíkur með 120 konum, lengst af kórstjórnarferli mínum.“ Jóhanna hefur verið að mála í fimm ár. „Ég fór fyrst í Myndlistarskóla Kópavogs til Söru Vilbergsdóttur og svo í fornámið í Myndlistarskóla Reykjavíkur,“ segir Jóhanna spurð út í reynsluna. Hún prófaði einnig nám í textíldeild Myndlistarskóla Reykjavíkur en kunni betur við sig í málningunni. „Ég er tengd olíunni, lyktin er svo góð og mér fannst hún bara skemmtilegri. Ég fór í Kópavoginn aftur til Söru og líka til Bjarna Sigurbjörnssonar. “ Um tvö ár eru síðan að Jóhanna hætti sem kórstjóri en þýðir það að hún sé hætt að syngja? „Ég kenni söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og hætti nú seint að syngja. Ég er nýkomin úr stúdíói og verð með nýjan geisladisk í haust. Ég þagna ekki, þótt kórinn sé þögull,“ segir Jóhanna létt í lundu. Sýningin verður opnuð klukkan 15.00 í listasalnum Anarkíu í Kópavogi og stendur til 3. ágúst. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Mér þótti í þessu tilfelli gott að nota andlitin, og svo er maður alltaf að hugsa um fólkið í kringum sig, alla kórana sína, vinkonur og vini. Það kviknar hugmynd og maður djassar sig einhvern veginn í gegnum þetta,“ segir listakonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir en hún opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á laugardaginn í listasalnum Anarkíu í Kópavogi. Ásamt henni opnar myndlistarkonan Hulda Vilhjálmsdóttir einnig sýningu. Jóhanna, sem einnig er söngkona, stýrði hinum ýmsu kórum í rúm tuttugu ár og nýtir hún sér þá reynslu í myndlistinni. „Andlitið er persónulegasta eign hverrar manneskju og flestir eyða stórum hluta ævi sinnar fyrir framan spegil. Fólk veltir fyrir sér nefi, eyrum, munni og augum og horfir gagnrýnum augum á allar ójöfnur húðarinnar. Kór er samsafn af syngjandi andlitum þar sem séreinkennin hverfa inn í eina syngjandi heild og ég nýti mér það,“ segir Jóhanna, sem hefur á sínum langa ferli mikið spáð í andlit og svip einstaklinga. „Ég hef alltaf haft gaman af að vera með góðu fólki og alltaf verið með marga í kringum mig, og þá er einhvern veginn ekki annað hægt en að spá í andlitssvipinn. Annars er ég nú hálffeimin við að tala um þessi verk. Þetta er bara fyrsta vers. Ein lítil hugmynd. Bæði andlit og svo er líka slatti af brjóstum,“ segir Jóhanna og hlær. Sýningin dregur nafn sitt af stærsta verki Jóhönnu, sem hún kallar Þögla kórinn. „Ég reyni að finna tóninn í andlitum einstaklinganna. Það má líka örugglega greina að þetta er kvennakór enda stýrði ég þungavigtakórnum, Léttsveit Reykjavíkur með 120 konum, lengst af kórstjórnarferli mínum.“ Jóhanna hefur verið að mála í fimm ár. „Ég fór fyrst í Myndlistarskóla Kópavogs til Söru Vilbergsdóttur og svo í fornámið í Myndlistarskóla Reykjavíkur,“ segir Jóhanna spurð út í reynsluna. Hún prófaði einnig nám í textíldeild Myndlistarskóla Reykjavíkur en kunni betur við sig í málningunni. „Ég er tengd olíunni, lyktin er svo góð og mér fannst hún bara skemmtilegri. Ég fór í Kópavoginn aftur til Söru og líka til Bjarna Sigurbjörnssonar. “ Um tvö ár eru síðan að Jóhanna hætti sem kórstjóri en þýðir það að hún sé hætt að syngja? „Ég kenni söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og hætti nú seint að syngja. Ég er nýkomin úr stúdíói og verð með nýjan geisladisk í haust. Ég þagna ekki, þótt kórinn sé þögull,“ segir Jóhanna létt í lundu. Sýningin verður opnuð klukkan 15.00 í listasalnum Anarkíu í Kópavogi og stendur til 3. ágúst.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira