Fyrirmyndargleymska Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. júlí 2014 07:00 Æ hvað ég er fegin að sjá þetta, við þurfum að vera góð fyrirmynd,“ sagði vegfarandi við mig þegar við mæðgurnar reiddum hjólin okkar yfir gangbraut. Ég fór hjá mér við þetta hrós. Ég var nefnilega hjálmlaus á ferð þennan dag, eins og svo oft áður. Ég hefði líklega ekki einu sinni reitt hjólið yfir götuna, nema af því dóttir mín var með mér. Það var ekki svo langt síðan skólafélagi hennar sá til mín bruna þvert yfir götu á hjólinu og kallaði hneykslaður á eftir mér: Hva, áttu ekki að reiða hjólið? Ég man ekki hvaða afsökun ég kallaði á móti. Eða jú, ég man það alveg. „Ó, ég gleymdi því!“ Eldri manni í umferðinni varð eitt sinn svo um þegar ég hjólaði hjálmlaus á gangstéttinni við hlið hans, að hann skrúfaði niður bílrúðuna og jós yfir mig skömmum. Hvurslags þetta væri eiginlega?! Ég reyndi ekki að bera fyrir mig gleymsku í það skiptið. Steig bara pedalana hraðar og lét mig hverfa inn á milli runna með hjartað í buxunum. Gleymska er heldur ekki ástæðan, nógu oft staglast ég á hjálmnotkun þegar börnin eiga í hlut. Oft á dag! Enda rata þeir undantekningalaust á hausinn á þeim, sem betur fer. Sjálf hef ég enga afsökun. Það er ekki eins og ég viti ekki hvað gerist ef óvarinn haus skellur í malbikið. Samt sest ég hjálmlaus á hnakkinn aftur og aftur, og hjóla í vinnuna, niður í bæ, út í búð og það svo börnin sjái til. Eins og ég telji mig ósnertanlega þegar ég þeytist um bæinn með blóm á körfunni. Bílarnir keyra ekkert á mig!“ sagði sá fimm ára við mig galvaskur þegar ég brýndi fyrir honum að líta til beggja hliða áður en við gengjum yfir götuna. „Hvernig dettur þér þetta í hug, barn?“ gall þá í mér, áður en ég vissi upp á mig sökina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Æ hvað ég er fegin að sjá þetta, við þurfum að vera góð fyrirmynd,“ sagði vegfarandi við mig þegar við mæðgurnar reiddum hjólin okkar yfir gangbraut. Ég fór hjá mér við þetta hrós. Ég var nefnilega hjálmlaus á ferð þennan dag, eins og svo oft áður. Ég hefði líklega ekki einu sinni reitt hjólið yfir götuna, nema af því dóttir mín var með mér. Það var ekki svo langt síðan skólafélagi hennar sá til mín bruna þvert yfir götu á hjólinu og kallaði hneykslaður á eftir mér: Hva, áttu ekki að reiða hjólið? Ég man ekki hvaða afsökun ég kallaði á móti. Eða jú, ég man það alveg. „Ó, ég gleymdi því!“ Eldri manni í umferðinni varð eitt sinn svo um þegar ég hjólaði hjálmlaus á gangstéttinni við hlið hans, að hann skrúfaði niður bílrúðuna og jós yfir mig skömmum. Hvurslags þetta væri eiginlega?! Ég reyndi ekki að bera fyrir mig gleymsku í það skiptið. Steig bara pedalana hraðar og lét mig hverfa inn á milli runna með hjartað í buxunum. Gleymska er heldur ekki ástæðan, nógu oft staglast ég á hjálmnotkun þegar börnin eiga í hlut. Oft á dag! Enda rata þeir undantekningalaust á hausinn á þeim, sem betur fer. Sjálf hef ég enga afsökun. Það er ekki eins og ég viti ekki hvað gerist ef óvarinn haus skellur í malbikið. Samt sest ég hjálmlaus á hnakkinn aftur og aftur, og hjóla í vinnuna, niður í bæ, út í búð og það svo börnin sjái til. Eins og ég telji mig ósnertanlega þegar ég þeytist um bæinn með blóm á körfunni. Bílarnir keyra ekkert á mig!“ sagði sá fimm ára við mig galvaskur þegar ég brýndi fyrir honum að líta til beggja hliða áður en við gengjum yfir götuna. „Hvernig dettur þér þetta í hug, barn?“ gall þá í mér, áður en ég vissi upp á mig sökina.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun