Spurt er um ár… Atli Fannar Bjarkason skrifar 10. júlí 2014 07:00 Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramótinu í fótbolta en ekki eru allir sáttir við að Ríkissjónvarpið sýni leiki mótsins. Sumir kvarta yfir því að framlengingar seinki fréttatímum en aðrir eru hæstánægðir. Í Bandaríkjunum birta fjölmiðlar fréttir um að fótbolti sé að ná vinsældum á meðal landsmanna en besti fótboltamaður í heimi er smávaxinn Argentínumaður. …Hannes Hólmsteinn Gissurarson er á milli tannanna á fólki eftir að hann tekur að sér svokallað starf á vegum ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Rætt er um að heimila innflutning á hráu kjöti og gefa sölu á áfengi frjálsa en litlar líkur eru taldar á því að hugmyndirnar nái fram að ganga. Framsóknarfólk hefur sérstakar áhyggjur af kjötinnflutningi á þeim forsendum að erlent kjöt muni á einhvern hátt reynast landsmönnum eitrað. …Sumarveðriðá Íslandi mætti að margra mati vera skárra og fólk hópast í sólarlandaferðir til Spánar og fleiri heitari landa. Flugleiðir eru að mestu í eigu íslensku þjóðarinnar, rétt eins og Landsbankinn og önnur þjóðareign: Eldfjallið Katla virðist vera að minna á sig við lítinn fögnuð landsmanna en eflaust meiri fögnuð jarðvísindamanna. …Arnold Schwarzenegger fer með aðalhlutverkið í nýrri hasarmynd, grínþátturinn Fóstbræður er á meðal vinsælustu dagskrárliða Stöðvar 2 og Vala Matt byrjar með nýjan þátt á stöðinni í haust. Neil Young kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll, Bryan Adams er væntanlegur til landsins eins og hljómsveitin UB40. Annar ritstjóra Morgunblaðsins er sjálfstæðismaður en hinn er skáld, borgarstjóri Reykjavíkur er jafnaðarmaður og Framsóknarflokkurinn á tvo fulltrúa í borgarstjórn. …Hljómsveitin Nýdönsk sendi nýlega frá sér lag og fær það mikla spilun á tveimur vinsælustu útvarpsstöðvum landsins: Rás 2 og Bylgjunni. Hugmyndir um lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur eru á allra vörum og gætu skarast við umræðuna um flugvöllinn í Vatnsmýri en skiptar skoðanir eru um framtíðarstaðsetningu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramótinu í fótbolta en ekki eru allir sáttir við að Ríkissjónvarpið sýni leiki mótsins. Sumir kvarta yfir því að framlengingar seinki fréttatímum en aðrir eru hæstánægðir. Í Bandaríkjunum birta fjölmiðlar fréttir um að fótbolti sé að ná vinsældum á meðal landsmanna en besti fótboltamaður í heimi er smávaxinn Argentínumaður. …Hannes Hólmsteinn Gissurarson er á milli tannanna á fólki eftir að hann tekur að sér svokallað starf á vegum ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Rætt er um að heimila innflutning á hráu kjöti og gefa sölu á áfengi frjálsa en litlar líkur eru taldar á því að hugmyndirnar nái fram að ganga. Framsóknarfólk hefur sérstakar áhyggjur af kjötinnflutningi á þeim forsendum að erlent kjöt muni á einhvern hátt reynast landsmönnum eitrað. …Sumarveðriðá Íslandi mætti að margra mati vera skárra og fólk hópast í sólarlandaferðir til Spánar og fleiri heitari landa. Flugleiðir eru að mestu í eigu íslensku þjóðarinnar, rétt eins og Landsbankinn og önnur þjóðareign: Eldfjallið Katla virðist vera að minna á sig við lítinn fögnuð landsmanna en eflaust meiri fögnuð jarðvísindamanna. …Arnold Schwarzenegger fer með aðalhlutverkið í nýrri hasarmynd, grínþátturinn Fóstbræður er á meðal vinsælustu dagskrárliða Stöðvar 2 og Vala Matt byrjar með nýjan þátt á stöðinni í haust. Neil Young kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll, Bryan Adams er væntanlegur til landsins eins og hljómsveitin UB40. Annar ritstjóra Morgunblaðsins er sjálfstæðismaður en hinn er skáld, borgarstjóri Reykjavíkur er jafnaðarmaður og Framsóknarflokkurinn á tvo fulltrúa í borgarstjórn. …Hljómsveitin Nýdönsk sendi nýlega frá sér lag og fær það mikla spilun á tveimur vinsælustu útvarpsstöðvum landsins: Rás 2 og Bylgjunni. Hugmyndir um lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur eru á allra vörum og gætu skarast við umræðuna um flugvöllinn í Vatnsmýri en skiptar skoðanir eru um framtíðarstaðsetningu hans.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun