Þráðlist virðist vera talin tengjast konum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. júlí 2014 15:30 "Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa,“ segir Ingiríður. Fréttablaðið/Valli Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Textílfélagið á fjörutíu ára sögu að baki og formaður þess, Ingiríður Óðinsdóttir textílhönnuður, segir það alltaf að stækka. „Við erum orðnar sjötíu og fimm í félaginu, allt konur með myndlistar- eða hönnunarnám að baki,“ upplýsir hún. Engir karlmenn? „Nei, það eru ekki margir karlar sem hafa farið í gegnum nám í textílgerð hér á Íslandi og þeir fáu hafa ekki skilað sér í félagið. Þráðlist virðist vera talin tengjast konum. Sumar eru eingöngu í myndlist sem tengjast þráðum og stundum pappír, til dæmis vefnaði, tauþrykki, þæfingu og útsaumi. Svo eru margar eingöngu að vinna við hönnun en aðrar fást bæði við myndlist og hönnun, þannig að það skarast. Þrykkjarar eru til dæmis oft að hanna dúka, púða, slæður eða annað. Búa til mynstur og yfirfæra það á ramma.“ En finnst Ingiríði þráðlist njóta jafn mikillar virðingar og til dæmis málverkið? „Mér finnst mörk myndlistar vera að hverfa. Það er verið að vinna myndlist í tvívídd og þrívídd og í öll möguleg efni þannig að þráðlist á algerlega heima með annarri myndlist.“Nú er afmælisár. Hvernig halda félagskonur upp á það? „Oft hefur verið ein stór sýning á ári, nú ákváðum við að breyta til og halda nokkrar smærri sýningar, líta inn á við og virkja félagana, vera með námskeið og fyrirlestra. Það er að skila sér vel,“ segir Ingiríður. „Á sumardaginn fyrsta var útisýningin Þræðir sumarsins opnuð að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Þar eru textílverk á landareigninni í allt sumar. Við sýnum í Bláa húsinu á Siglufirði nú í júlí, nýlega voru tvær sýningar settar upp í Vík í Mýrdal og í október opnum við í húsnæði SÍM við Hafnarstræti í Reykjavík. Við getum vel hugsað okkur að fara víðar.“ Textílfélagið er með verkstæði á Korpúlfsstöðum, þar geta bæði félagsmenn og aðrir leigt aðstöðu, að sögn Ingiríðar. „Við erum með þrykkstól, vefstól og eldhús á Korpúlfsstöðum og þar er góð aðstaða til að lita band. Við höfum verið þar með ljósmyndanámskeið, þrykknámskeið og litunarnámskeið og ég vona að við verðum með öflugt námskeiðahald með haustinu.“ Textílfélagið var stofnað í nóvember árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Upphaf þess má rekja til þess að árið 1970 hafði textíldeild verið stofnuð við skólann af þáverandi skólastjóra, Herði Ágústssyni. Félagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslenskra myndlistarmanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira