Gullplatan kom skemmtilega á óvart Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. júlí 2014 09:00 Hljómsveitin Kaleo hefur selt yfir fimm þúsund eintök af plötunni sinni og fékk því afhenta gullplötu á dögunum. vísir/arnþór „Þetta kemur mikið á óvart og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin fékk fyrir skömmu afhenta gullplötu fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. Platan kom út í lok nóvember og fékk frábærar viðtökur. „Þetta er sérstaklega mikil viðurkenning þar sem plötusala hefur dregist mikið saman. Íslendingar eru þó duglegir að styðja unga íslenska tónlistarmenn,“ bætir Jökull við. Sveitin er farin að vinna að nýju efni og stefna þeir félagar á að senda frá sér nýtt lag á næstunni. Kaleo hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu og nóg að gera fram undan. „Það hefur verið gífurlega mikið að gera síðan fyrir jól. Við höfum spilað á mörgum skemmtilegum viðburðum úti á landi. Við fórum í tónleikaferðalag til Danmerkur, Lettlands og Eistlands og fólkið tók mjög vel á móti okkur. Við komum einnig fram í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpinu í Eistlandi,“ útskýrir Jökull. Kaleo er á leið til Færeyja þar sem sveitin kemur fram á G-Festival um næstu helgi. „Þetta verða okkar fyrstu tónleikar í Færeyjum og við höfum heyrt ýmislegt gott um hátíðina.“ Þeim félögum var boðið að spila á Íslendingahátíð í Kanada um verslunarmannahelgina en völdu frekar að þeysast um Ísland. „Við erum á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið, Siglufirði á laugardagskvöldið og svo á Akureyri á sunnudagskvöldið.“ Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta kemur mikið á óvart og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin fékk fyrir skömmu afhenta gullplötu fyrir sína fyrstu plötu sem er samnefnd hljómsveitinni. Platan kom út í lok nóvember og fékk frábærar viðtökur. „Þetta er sérstaklega mikil viðurkenning þar sem plötusala hefur dregist mikið saman. Íslendingar eru þó duglegir að styðja unga íslenska tónlistarmenn,“ bætir Jökull við. Sveitin er farin að vinna að nýju efni og stefna þeir félagar á að senda frá sér nýtt lag á næstunni. Kaleo hefur verið mikið á ferðinni að undanförnu og nóg að gera fram undan. „Það hefur verið gífurlega mikið að gera síðan fyrir jól. Við höfum spilað á mörgum skemmtilegum viðburðum úti á landi. Við fórum í tónleikaferðalag til Danmerkur, Lettlands og Eistlands og fólkið tók mjög vel á móti okkur. Við komum einnig fram í ríkisútvarpinu og ríkissjónvarpinu í Eistlandi,“ útskýrir Jökull. Kaleo er á leið til Færeyja þar sem sveitin kemur fram á G-Festival um næstu helgi. „Þetta verða okkar fyrstu tónleikar í Færeyjum og við höfum heyrt ýmislegt gott um hátíðina.“ Þeim félögum var boðið að spila á Íslendingahátíð í Kanada um verslunarmannahelgina en völdu frekar að þeysast um Ísland. „Við erum á Þjóðhátíð á föstudagskvöldið, Siglufirði á laugardagskvöldið og svo á Akureyri á sunnudagskvöldið.“
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira