Það finnst sumum kannski skrýtið að borða kalda súpu en uppistaðan í þessari útgáfu af klassískri gazpacho-súpu er vatnsmelónur.
Gazpacho-súpa á rætur sínar að rekja til Andalúsíuhéraðs á Spáni og er afar vinsæl bæði á Spáni og í Portúgal.
Vatnsmelónu-gazpacho-súpa
8-10 bollar fersk vatnsmelóna
1 rauð paprika, skorin smátt
1 bolli tómatar, skornir smátt
1 bolli gúrka, skorin smátt
½ bolli rauðlaukur, skorinn smátt
½ bolli ferskt kóríander
½ bolli fersk minta
1 jalapeño-pipar
2 hvítlauksgeirar
2 msk. ólífuolía
safi úr 1 sítrónu
safi úr 1 súraldini
½ tsk. kúmin
salt og pipar
Takið frá aðeins af gúrku, tómat, rauðlauk og kóríander til að skreyta súpuna með. Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og blandið þangað til allt er orðið að mauki. Skreytið og berið strax fram eða geymið í ísskáp. Og ekki gleyma að njóta.-lkg
Fengið hér.