Frumflutningur á Vísi: Samdi lag á hjóli á leiðinni heim Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2014 10:00 Kristín heldur tónleika í kvöld og ætlar að syngja frá hjartanu. F48160714 kristín Mynd/úr einkasafni „Það var mikill heiður að fá að vinna með þessum snillingum, Ómari og Kristjönu. Algjör forréttindi að vera þátttakandi í flæðinu sem myndast þegar tónlistarmenn vinna saman og skapa. Það eru töfrar hreint og beint,“ segir söngkonan Kristín Stefánsdóttir. Hún gaf nýverið út lagið Both Feet on the Ground og frumflytur það á Lífinu á Visir.is en lagið fylgir fréttinni. Lag og texti er eftir Kristínu sjálfa en lagið var unnið í samvinnu við tónlistarmennina Kristjönu Stefánsdóttur og Ómar Guðjónsson. Kristín hefur undanfarin ár stundað nám við Complete Vocal-söngskólann í Kaupmannahöfn og er lagið einmitt innblásið af námi hennar þar. „Lag og texti varð til á nokkrum mínútum þegar ég var að hjóla heim eins og sönnum Dana sæmir. Eftir krefjandi dag þar sem við þurftum að kafa djúpt í okkur varð það til og fjallar um hversu mikilvægt það er að finna sitt grúv eða sinn stað í lífinu. Það er þinn sérstaki staður sem er einstakur af því við erum öll algjörlega einstök og það er bara til eitt eintak af hverjum,“ segir Kristín. Hún heldur tónleika á Café Deluxe í Hafnarfirði í kvöld ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Þar munu þau taka djassstandarda og perlur úr poppheiminum og að sjálfsögðu nýja lagið hennar. „Mér hefur verið sagt að lagið líkist í raun ekki neinu. Eða sé allavega ólíkt því sem ég syng vanalega, en ég er með frekar dökka rödd og elska þess vegna til dæmis Carpenters og lög með mikla sál. Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu,“ segir Kristín og bætir við að framundan séu spennandi tímar. „Ég er búin að semja annað lag sem mun koma út á næstunni og er ég strax farin að hlakka til að frumflytja það.“ Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það var mikill heiður að fá að vinna með þessum snillingum, Ómari og Kristjönu. Algjör forréttindi að vera þátttakandi í flæðinu sem myndast þegar tónlistarmenn vinna saman og skapa. Það eru töfrar hreint og beint,“ segir söngkonan Kristín Stefánsdóttir. Hún gaf nýverið út lagið Both Feet on the Ground og frumflytur það á Lífinu á Visir.is en lagið fylgir fréttinni. Lag og texti er eftir Kristínu sjálfa en lagið var unnið í samvinnu við tónlistarmennina Kristjönu Stefánsdóttur og Ómar Guðjónsson. Kristín hefur undanfarin ár stundað nám við Complete Vocal-söngskólann í Kaupmannahöfn og er lagið einmitt innblásið af námi hennar þar. „Lag og texti varð til á nokkrum mínútum þegar ég var að hjóla heim eins og sönnum Dana sæmir. Eftir krefjandi dag þar sem við þurftum að kafa djúpt í okkur varð það til og fjallar um hversu mikilvægt það er að finna sitt grúv eða sinn stað í lífinu. Það er þinn sérstaki staður sem er einstakur af því við erum öll algjörlega einstök og það er bara til eitt eintak af hverjum,“ segir Kristín. Hún heldur tónleika á Café Deluxe í Hafnarfirði í kvöld ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara. Þar munu þau taka djassstandarda og perlur úr poppheiminum og að sjálfsögðu nýja lagið hennar. „Mér hefur verið sagt að lagið líkist í raun ekki neinu. Eða sé allavega ólíkt því sem ég syng vanalega, en ég er með frekar dökka rödd og elska þess vegna til dæmis Carpenters og lög með mikla sál. Það verður mikil ást á tónleikunum í kvöld og sungið frá hjartanu,“ segir Kristín og bætir við að framundan séu spennandi tímar. „Ég er búin að semja annað lag sem mun koma út á næstunni og er ég strax farin að hlakka til að frumflytja það.“
Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira