„Hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. júlí 2014 08:30 Þorleifur Örn Arnarson hefur getið sér gott orð í leikhúslífi á meginlandi Evrópu. Vísir/Arnþór „Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen. Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni. Fyrirsögn í umfjöllun dagblaðsins Aargauer Zeitung um sýninguna er: „Skandall á leiklistarhátíðinni í Wettingen – hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Í greininni er að finna tölvupósta, opinber lesendabréf og sms-skilaboð sem ritstjórn blaðsins hefur borist um sýninguna, og allir virðast hafa sína skoðun á verki Þorleifs. „Stjórnandi hátíðarinnar hefur komið fram opinberlega til þess að verja mig,“ segir Þorleifur og hlær. „Hún benti nú á að sýningin hefur hlotið einróma lof í dómum og sé komin á lista yfir merkilegustu sýningar sem eru í gangi í þýskumælandi heiminum um þessar mundir. Hún minntist í þeirri yfirlýsingu á listrænt frelsi og tilgang nútímaleikhúss, sem er að tala við áhorfendur sína með lifandi og ögrandi hætti.“ Í greininni segir jafnframt að sýningin sé umdeild fyrir að vera dónaleg og móðgandi uppsetning, að hún sé móðgandi fyrir skáldið Shakespeare. Þá segir enn fremur að sýningin móðgi fólk fyrir þær sakir að í henni eru senur þar sem hrækt sé á fólk, fullnægingar og kynferðislegar tilvísanir, og svo mætti lengi telja. „Það er bara gaman að vera leikhúsmaður í Evrópu. Við tókum fullt af áhættu í þessari sýningu, en ég var alveg viss um að þetta myndi slá í gegn,“ segir Þorleifur að lokum, og hlær.Skiptar skoðanir eru á hinni „íslenskuðu útgáfu“ af Ys og þys út af engu eftir Shakespeare í Sviss.MYND/Úr einkasafni Ekki í fyrsta sinn sem Þorleifur fær slæma útreið í Sviss Árið 2011 hristi Þorleifur Örn Arnarsson fyrst upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir Nóbelsskáldid Elfriede Jelinak, í uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen þar í landi. Leikritið vakti gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakaði Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofuðu verkið í hástert. Á þýska vefnum Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, sagði til að mynda á sínum tíma að í uppsetningu Þorleifs hefði verki Nóbelsskáldsins Elfrede Jelinek verið fundinn sinn samastaður.Ys og þys útaf engu í leikstjórn Þorleifs Leiklistarhátíðin Klosterfestspiele Wettingen er haldin á þriggja ára fresti í gömlu klaustri í Wettingen, smábæ í Sviss. Þorleifur Örn var þar fenginn til að setja upp verk Shakespeares Ys og þys útaf engu (Much Ado About Nothing) undir berum himni. Að sögn leikstjórans umbreytti hópurinn klaustrinu i rautt „helvíti“ sem búið var til úr ellefu metra háum 700 fermetra rauðum leikhústjöldum sem umlykja sviðið, en hönnun sviðsmyndarinnar er í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur.Símon Birgisson sér um tónlistina ásamt franska tónlistarmanninum Gabriel Cazes. Það er búið að stytta leikritið, skera út persónur og spinna nýja texta og senur. Uppsetningin kostaði um 130 milljónir. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen. Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni. Fyrirsögn í umfjöllun dagblaðsins Aargauer Zeitung um sýninguna er: „Skandall á leiklistarhátíðinni í Wettingen – hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Í greininni er að finna tölvupósta, opinber lesendabréf og sms-skilaboð sem ritstjórn blaðsins hefur borist um sýninguna, og allir virðast hafa sína skoðun á verki Þorleifs. „Stjórnandi hátíðarinnar hefur komið fram opinberlega til þess að verja mig,“ segir Þorleifur og hlær. „Hún benti nú á að sýningin hefur hlotið einróma lof í dómum og sé komin á lista yfir merkilegustu sýningar sem eru í gangi í þýskumælandi heiminum um þessar mundir. Hún minntist í þeirri yfirlýsingu á listrænt frelsi og tilgang nútímaleikhúss, sem er að tala við áhorfendur sína með lifandi og ögrandi hætti.“ Í greininni segir jafnframt að sýningin sé umdeild fyrir að vera dónaleg og móðgandi uppsetning, að hún sé móðgandi fyrir skáldið Shakespeare. Þá segir enn fremur að sýningin móðgi fólk fyrir þær sakir að í henni eru senur þar sem hrækt sé á fólk, fullnægingar og kynferðislegar tilvísanir, og svo mætti lengi telja. „Það er bara gaman að vera leikhúsmaður í Evrópu. Við tókum fullt af áhættu í þessari sýningu, en ég var alveg viss um að þetta myndi slá í gegn,“ segir Þorleifur að lokum, og hlær.Skiptar skoðanir eru á hinni „íslenskuðu útgáfu“ af Ys og þys út af engu eftir Shakespeare í Sviss.MYND/Úr einkasafni Ekki í fyrsta sinn sem Þorleifur fær slæma útreið í Sviss Árið 2011 hristi Þorleifur Örn Arnarsson fyrst upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir Nóbelsskáldid Elfriede Jelinak, í uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen þar í landi. Leikritið vakti gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakaði Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofuðu verkið í hástert. Á þýska vefnum Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, sagði til að mynda á sínum tíma að í uppsetningu Þorleifs hefði verki Nóbelsskáldsins Elfrede Jelinek verið fundinn sinn samastaður.Ys og þys útaf engu í leikstjórn Þorleifs Leiklistarhátíðin Klosterfestspiele Wettingen er haldin á þriggja ára fresti í gömlu klaustri í Wettingen, smábæ í Sviss. Þorleifur Örn var þar fenginn til að setja upp verk Shakespeares Ys og þys útaf engu (Much Ado About Nothing) undir berum himni. Að sögn leikstjórans umbreytti hópurinn klaustrinu i rautt „helvíti“ sem búið var til úr ellefu metra háum 700 fermetra rauðum leikhústjöldum sem umlykja sviðið, en hönnun sviðsmyndarinnar er í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur.Símon Birgisson sér um tónlistina ásamt franska tónlistarmanninum Gabriel Cazes. Það er búið að stytta leikritið, skera út persónur og spinna nýja texta og senur. Uppsetningin kostaði um 130 milljónir.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira