Alma Goodman, sem skipar sveitina ásamt Klöru Elias og Camillu Stones, segir ekkert hæft í því.
„Nei, það var verið að spyrja mig að því nýlega. Við erum enn þá hérna saman úti,“ segir Alma en þær stöllur eru búsettar í Bandaríkjunum.
The Charlies hófu ferilinn á Íslandi undir nafninu Nylon undir leiðsögn umboðsmanns Íslands, Einars Bárðarsonar, en sveitin fagnaði tíu ára afmæli sínu fyrr á þessu ári.