Tónlist sem hreif konungshirðirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2014 16:30 Brice Sailly, Arnbjörg Stefánsdóttir og Mathurin Matharel mynda Corpo di Strumenti. Mynd/Úr einkasafni „Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið