Gefa út plötu ókeypis á netinu Baldvin Þormóðsson skrifar 26. júlí 2014 13:30 Hugar „Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis. Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis.
Tónlist Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira