Meistararnir stefna á atvinnumennsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2014 08:00 Ólafía Þórunn og Birgir Leifur lyfta bikurum sínum á loft í gær. fréttablaðið/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í höggleik í sjötta sinn á ferlinum. Jafnaði hann þar með árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar en enginn hefur unnið titilinn oftar. „Það er ekki slæmt að vera kominn í hóp þessara goðsagna,“ sagði sigurreifur Birgir Leifur eftir keppnina í gær og það mátti heyra á honum að hann væri ekki hættur. „Ef heilsan leyfir þá stefni ég hiklaust á þann sjöunda.“ GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í annað sinn í kvennaflokki en hún vann titilinn einnig árið 2011. Hún hafði betur eftir spennandi baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem gaf eftir á sextándu holu þegar hún var búin að minnka muninn í eitt högg með því að ná tveimur fuglum í röð skömmu áður. „Ég reyndi hvað ég gat til að halda mínu striki og hugsa sem minnst um hvað aðrir voru að gera,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið í gær. „Það er svo alltaf geðveikt að klára sigurpúttið, sama hversu stutt það er,“ bætti hún við í léttum dúr.Stoltur af sigrinum Yfirburðir Birgis Leifs voru gríðarlega miklir en hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið. Hann spilaði á samtals tíu höggum undir pari en fékk skolla á átjándu holu Leirdalsvallar í gær. „Ég var svo sem ekki með mótsmetið í huganum þegar ég var að klára en það er fúlt að vita af þessu núna,“ segir þessi mikli keppnismaður. „En ég er hrikalega stoltur af þessu og það var mjög gaman að vinna sigur á mínum heimavelli og fyrir áhorfendur þar.“ Birgir Leifur hefur náð lengst allra íslenskra kylfinga á alþjóðavísu og ætlar að reyna aftur við minnst eina atvinnumótaröð í haust, annaðhvort þá evrópsku eða bandarísku. „Við skulum sjá til hvað fjárhagurinn leyfir en mjög líklega mun ég bara einbeita mér að úrtökumótunum fyrir aðra mótaröðina. Ég er ánægður með mína spilamennsku þó svo að maður geti alltaf bætt sig á öllum sviðum,“ segir hann.Ætlar á Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum í vor og hyggur einnig á að reyna við úrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina. En hún ætlar fyrst að freista þess að komast á HM áhugamanna í Japan í september. „Það væri mjög gaman að komast til Japans,“ segir hún. Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í höggleik í sjötta sinn á ferlinum. Jafnaði hann þar með árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar en enginn hefur unnið titilinn oftar. „Það er ekki slæmt að vera kominn í hóp þessara goðsagna,“ sagði sigurreifur Birgir Leifur eftir keppnina í gær og það mátti heyra á honum að hann væri ekki hættur. „Ef heilsan leyfir þá stefni ég hiklaust á þann sjöunda.“ GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í annað sinn í kvennaflokki en hún vann titilinn einnig árið 2011. Hún hafði betur eftir spennandi baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem gaf eftir á sextándu holu þegar hún var búin að minnka muninn í eitt högg með því að ná tveimur fuglum í röð skömmu áður. „Ég reyndi hvað ég gat til að halda mínu striki og hugsa sem minnst um hvað aðrir voru að gera,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið í gær. „Það er svo alltaf geðveikt að klára sigurpúttið, sama hversu stutt það er,“ bætti hún við í léttum dúr.Stoltur af sigrinum Yfirburðir Birgis Leifs voru gríðarlega miklir en hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið. Hann spilaði á samtals tíu höggum undir pari en fékk skolla á átjándu holu Leirdalsvallar í gær. „Ég var svo sem ekki með mótsmetið í huganum þegar ég var að klára en það er fúlt að vita af þessu núna,“ segir þessi mikli keppnismaður. „En ég er hrikalega stoltur af þessu og það var mjög gaman að vinna sigur á mínum heimavelli og fyrir áhorfendur þar.“ Birgir Leifur hefur náð lengst allra íslenskra kylfinga á alþjóðavísu og ætlar að reyna aftur við minnst eina atvinnumótaröð í haust, annaðhvort þá evrópsku eða bandarísku. „Við skulum sjá til hvað fjárhagurinn leyfir en mjög líklega mun ég bara einbeita mér að úrtökumótunum fyrir aðra mótaröðina. Ég er ánægður með mína spilamennsku þó svo að maður geti alltaf bætt sig á öllum sviðum,“ segir hann.Ætlar á Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum í vor og hyggur einnig á að reyna við úrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina. En hún ætlar fyrst að freista þess að komast á HM áhugamanna í Japan í september. „Það væri mjög gaman að komast til Japans,“ segir hún.
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07
Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00