Hljómsveitin UMTBS syngur sitt síðasta Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. júlí 2014 09:00 Hljómsveitin Ultra mega technobandið Stefán kemur fram í síðasta sinn á Ísafirði um helgina. mynd/hörður sveinsson „Okkur þykir þetta vera komið gott í bili og er þetta því síðasta giggið okkar í óákveðinn tíma,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason söngvari hljómsveitarinnar Ultra Mega Technobandsins Stefáns (UMTBS) en sveitin kemur fram á sínum síðustu tónleikum um óákveðinn tíma á Mýrarbolta-hátíðinni á Ísafirði um helgina. UMTBS eins nafn sveitarinnar er að jafnaði skammstafað, hefur verið starfandi frá árinu 2006 og hefur verið talin ein hressasta tónleikasveit landsins. „Það er engin sérstök ástæða fyrir því að við erum að hætta, menn vilja bara fara gera eitthvað annað,“ segir Sigurður. Hann var sjálfur að ljúka mastersnámi í hagnýtri menningarmiðlun. „Mig langar að taka pásu frá tónlistinni og vil prófa eitthvað nýtt.“ Þá eru fleiri meðlimir sveitarinnar einnig að mennta sig og hefur það einnig áhrif. „Jón gítarleikari er að til Svíþjóðar í nám,“ bætir Sigurður við. Lokatónleikar sveitarinnar fara fram á laugardagskvöldið á Ísafirði og lofa þeir félagar flottum tónleikum, enda sveitin þekkt fyrir að vera frábært tónleikaband. „Við vildum ekki hafa einhverja sérstaka lokatónleika en við leggjum alltaf mikið í tónleika okkar. Þetta verður mjög skemmtilegt, sérstaklega vegna þess að við erum að spila með svo frábærum tónlistarmönnum eins og Agent Fresco og Emmsjé Gauta svo einhverjar séu nefndir. Það er gaman að enda þetta á svona nótum,“ segir Sigurður. Fyrr á árinu gerði hljómsveitin samning við norska kynningarfyrirtækið Indianer en það annast kynningarmál fyrir listamenn sem eru á tónleikaferðalagi um Noreg. Arctic Monkeys, Adele, Prodigy og Franz Ferdinand eru á meðal þeirra risanafna í tónlistarheiminum sem fyrirtækið hefur unnið með. „Við höfum spilað mikið erlendis og þurfum ekki að fara meira út. Það er ekki alltaf nóg fyrir hljómsveitir að fá samning, það er alltaf mikil vinna sem fylgir.“ Sveitin skilur eftir sig tvær breiðskífur, Circus og !.UMTBS í aldanna rás UMTBS sem var stofnuð 2006 hefur að undanförnu skipt um stíl og hafa tveir nýir meðlimir bæst við hópinn undanfarin ár, þeir Vignir Rafn Hilmarsson á hljómborð og Jón Helgi Hólmgeirsson á gítar. Fyrir voru í sveitinni ásamt Sigurði þeir Arnþór Jóhann Jónsson hljómborðsleikari, Arnar Freyr Gunnsteinsson bassaleikari og Guðni Dagur Guðnason trommuleikari. Hljómsveitin lenti í 2. sæti á Músíktilraunum 2006, en undanúrslitakvöldið var fyrsta skiptið sem þeir spiluðu á tónleikum. Árið 2007 fer sveitin í ýmis tónleikaferðalög og kemur meðal annars fram á hátíðum By:Larm í Noregi, G! Festival í Færeyjum og víðar. Hljómsveitin gaf út fyrstu plötu sína árið 2008, Circus en lag þeirra, Story Of A Star, var mikið spilað í útvarpi og seldist vel á vefnum Tonlist.is. Sveitin gaf síðast út plötuna, ! árið 2013. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Okkur þykir þetta vera komið gott í bili og er þetta því síðasta giggið okkar í óákveðinn tíma,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason söngvari hljómsveitarinnar Ultra Mega Technobandsins Stefáns (UMTBS) en sveitin kemur fram á sínum síðustu tónleikum um óákveðinn tíma á Mýrarbolta-hátíðinni á Ísafirði um helgina. UMTBS eins nafn sveitarinnar er að jafnaði skammstafað, hefur verið starfandi frá árinu 2006 og hefur verið talin ein hressasta tónleikasveit landsins. „Það er engin sérstök ástæða fyrir því að við erum að hætta, menn vilja bara fara gera eitthvað annað,“ segir Sigurður. Hann var sjálfur að ljúka mastersnámi í hagnýtri menningarmiðlun. „Mig langar að taka pásu frá tónlistinni og vil prófa eitthvað nýtt.“ Þá eru fleiri meðlimir sveitarinnar einnig að mennta sig og hefur það einnig áhrif. „Jón gítarleikari er að til Svíþjóðar í nám,“ bætir Sigurður við. Lokatónleikar sveitarinnar fara fram á laugardagskvöldið á Ísafirði og lofa þeir félagar flottum tónleikum, enda sveitin þekkt fyrir að vera frábært tónleikaband. „Við vildum ekki hafa einhverja sérstaka lokatónleika en við leggjum alltaf mikið í tónleika okkar. Þetta verður mjög skemmtilegt, sérstaklega vegna þess að við erum að spila með svo frábærum tónlistarmönnum eins og Agent Fresco og Emmsjé Gauta svo einhverjar séu nefndir. Það er gaman að enda þetta á svona nótum,“ segir Sigurður. Fyrr á árinu gerði hljómsveitin samning við norska kynningarfyrirtækið Indianer en það annast kynningarmál fyrir listamenn sem eru á tónleikaferðalagi um Noreg. Arctic Monkeys, Adele, Prodigy og Franz Ferdinand eru á meðal þeirra risanafna í tónlistarheiminum sem fyrirtækið hefur unnið með. „Við höfum spilað mikið erlendis og þurfum ekki að fara meira út. Það er ekki alltaf nóg fyrir hljómsveitir að fá samning, það er alltaf mikil vinna sem fylgir.“ Sveitin skilur eftir sig tvær breiðskífur, Circus og !.UMTBS í aldanna rás UMTBS sem var stofnuð 2006 hefur að undanförnu skipt um stíl og hafa tveir nýir meðlimir bæst við hópinn undanfarin ár, þeir Vignir Rafn Hilmarsson á hljómborð og Jón Helgi Hólmgeirsson á gítar. Fyrir voru í sveitinni ásamt Sigurði þeir Arnþór Jóhann Jónsson hljómborðsleikari, Arnar Freyr Gunnsteinsson bassaleikari og Guðni Dagur Guðnason trommuleikari. Hljómsveitin lenti í 2. sæti á Músíktilraunum 2006, en undanúrslitakvöldið var fyrsta skiptið sem þeir spiluðu á tónleikum. Árið 2007 fer sveitin í ýmis tónleikaferðalög og kemur meðal annars fram á hátíðum By:Larm í Noregi, G! Festival í Færeyjum og víðar. Hljómsveitin gaf út fyrstu plötu sína árið 2008, Circus en lag þeirra, Story Of A Star, var mikið spilað í útvarpi og seldist vel á vefnum Tonlist.is. Sveitin gaf síðast út plötuna, ! árið 2013.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira