Hugleikur Dagsson heldur áfram að senda frá sér bækur og í gær komu út tvær bækur eftir hann: Popular Hits III og You are Nothing.
Popular Hits III er þriðja og jafnframt síðasta bókin í seríunni þar sem snúið er miskunnarlaust út úr titlum valinkunnra dægurlagaperlna.
You are Nothing er þriðja safnritið með bestu teikningum Hugleiks, fyrri tvær bækurnar eru I Like Dolphins og My pussy is Hungry en þeim hefur báðum verið vel tekið.
Efnistök í þessum nýjustu bókum Hugleiks eru kunnugleg aðdáendum hans; þar er meðal annars tæpt á áfengissýki, firringu, undarlegum kynhvötum og almennu ofbeldi – allt með hæfilegum skammti af notalegri kaldhæðni.
Tvær nýjar bækur eftir Hugleik Dagsson
