Stefán Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta, staðfesti í gær í samtali við Fréttablaðið að allar líkur væru á því að félagið myndi leita erlendis að markmanni fyrir næstkomandi tímabil.
Markvörður liðsins á síðasta tímabili, Sunneva Einarsdóttir, flytur af landi brott í haust og hefur leit að markmanni staðið yfir undanfarnar vikur.
„Við höfum verið að skoða myndbönd af mörgum leikmönnum undanfarnar vikur og að reyna að finna bestu lausnina. Þetta er eiginlega eina staðan sem við eigum eftir að fylla fyrir næsta tímabil,“ sagði Stefán, sem staðfesti að Fram myndi feta í fótspor Hauka og semja við erlendan markvörð.
„Við höfum ákveðið að leita að erlendum markmanni. Ég held að ég geti fullyrt að Fram muni tefla fram erlendum markmanni í haust,“ sagði Stefán.
Teflum fram erlendum markmanni í haust
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn

Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir
Íslenski boltinn






Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti
