Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins Tómas Þór Þórðarsson skrifar 31. júlí 2014 06:00 Matt Garner stendur vaktina gegn Þrótti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fréttablaðið/Daníel ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum sem KR-ingar heimsækja ÍBV í bikarnum, en Vesturbæjarliðið hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin. Eini maðurinn í liði ÍBV sem spilað hefur alla þrjá leikina er enski bakvörðurinn Matt Garner, en hann verður vafalítið mættur til leiks í kvöld. „KR-ingar eru ekki alveg jafnsterkir og þeir hafa verið, en eru samt með besta hópinn og bestu leikmennina að mínu mati. Við þurfum bara að mæta 100 prósent klárir í leikinn og reyna að finna veikleika á þeim. Það er auðvitað virkilega pirrandi að tapa alltaf fyrir sama liðinu í bikarnum,“ segir Garner við Fréttablaðið.Vörnin vonbrigði Varnarleikur Eyjamanna undanfarin ár hefur verið frábær og Garner hluti af mögulega sterkustu varnarlínu Pepsi-deildarinnar. Hún hefur þó ekki verið jafnöflug í ár. „Sem varnarmaður eru það vonbrigði hvernig við höfum verið að spila. Lið hafa skorað að vild gegn okkur. En þetta er að koma til og við verið að ræða saman um það hvernig við getum bætt okkur. Við megum ekki gefa KR neinn tíma með boltann í leiknum,“ segir Garner, en þrátt fyrir ólíkt gengi liðanna í sumar hefur Englendingurinn fulla trú á sínu liði. Ekki síst vegna stuðningsins sem liðið mun fá á fyrsta degi Þjóðhátíðar.Bikarinn bjargaði „Þeir eru ekki að fara að rúlla yfir okkur. Fyrir utan bikarleikinn í fyrra, þar sem við misstum mann út af frekar snemma, hafa leikirnir gegn KR verið jafnir. Það verða líka vonandi nokkur þúsund manns á vellinum að styðja okkur þar sem veislan er að byrja hérna. Vonandi getur fólkið verið okkar tólfti maður.“ Það tók ÍBV langan tíma að vinna leik í Pepsi-deildinni, en gengið í bikarnum hefur verið betra. Liðið er búið að vinna Hauka, Þrótt og Val án þess að fá á sig mark. „Þetta er búið að bjarga sumrinu hingað til. Mér fannst gengi okkar snúast endanlega þegar við unnum Val, 3-0. Þá áttuðum við okkur á að við værum ekkert svona lélegir. Svo erum við búnir að fá góðan liðsstyrk í Þórarni Inga og Andra Ólafs. Þarna koma heimamenn inn í liðið sem hefur vantað í ár,“ segir Garner, sem hefur spilað með ÍBV frá 2004 með eins árs hléi. Hann lítur á sjálfan sig sem heimamann.Lífið gott í Eyjum „Ég elska Vestmannaeyjar. Ég á íslenska konu og við vorum saman að eignast okkar þriðja barn. Ég talaði í vetur við nokkur lið þegar ég hugsað um að flytja mig til Reykjavíkur, en lífið í Eyjum er bara svo rólegt og gott. Maður er bara orðinn heimamaður,“ segir Matt Garner, varnarmaður ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum sem KR-ingar heimsækja ÍBV í bikarnum, en Vesturbæjarliðið hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin. Eini maðurinn í liði ÍBV sem spilað hefur alla þrjá leikina er enski bakvörðurinn Matt Garner, en hann verður vafalítið mættur til leiks í kvöld. „KR-ingar eru ekki alveg jafnsterkir og þeir hafa verið, en eru samt með besta hópinn og bestu leikmennina að mínu mati. Við þurfum bara að mæta 100 prósent klárir í leikinn og reyna að finna veikleika á þeim. Það er auðvitað virkilega pirrandi að tapa alltaf fyrir sama liðinu í bikarnum,“ segir Garner við Fréttablaðið.Vörnin vonbrigði Varnarleikur Eyjamanna undanfarin ár hefur verið frábær og Garner hluti af mögulega sterkustu varnarlínu Pepsi-deildarinnar. Hún hefur þó ekki verið jafnöflug í ár. „Sem varnarmaður eru það vonbrigði hvernig við höfum verið að spila. Lið hafa skorað að vild gegn okkur. En þetta er að koma til og við verið að ræða saman um það hvernig við getum bætt okkur. Við megum ekki gefa KR neinn tíma með boltann í leiknum,“ segir Garner, en þrátt fyrir ólíkt gengi liðanna í sumar hefur Englendingurinn fulla trú á sínu liði. Ekki síst vegna stuðningsins sem liðið mun fá á fyrsta degi Þjóðhátíðar.Bikarinn bjargaði „Þeir eru ekki að fara að rúlla yfir okkur. Fyrir utan bikarleikinn í fyrra, þar sem við misstum mann út af frekar snemma, hafa leikirnir gegn KR verið jafnir. Það verða líka vonandi nokkur þúsund manns á vellinum að styðja okkur þar sem veislan er að byrja hérna. Vonandi getur fólkið verið okkar tólfti maður.“ Það tók ÍBV langan tíma að vinna leik í Pepsi-deildinni, en gengið í bikarnum hefur verið betra. Liðið er búið að vinna Hauka, Þrótt og Val án þess að fá á sig mark. „Þetta er búið að bjarga sumrinu hingað til. Mér fannst gengi okkar snúast endanlega þegar við unnum Val, 3-0. Þá áttuðum við okkur á að við værum ekkert svona lélegir. Svo erum við búnir að fá góðan liðsstyrk í Þórarni Inga og Andra Ólafs. Þarna koma heimamenn inn í liðið sem hefur vantað í ár,“ segir Garner, sem hefur spilað með ÍBV frá 2004 með eins árs hléi. Hann lítur á sjálfan sig sem heimamann.Lífið gott í Eyjum „Ég elska Vestmannaeyjar. Ég á íslenska konu og við vorum saman að eignast okkar þriðja barn. Ég talaði í vetur við nokkur lið þegar ég hugsað um að flytja mig til Reykjavíkur, en lífið í Eyjum er bara svo rólegt og gott. Maður er bara orðinn heimamaður,“ segir Matt Garner, varnarmaður ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira