Byrjuðum á að bretta upp ermarnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2014 16:00 Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness, Ingunn og Högni. „Við byrjuðum á því að bretta upp ermarnar. Það hafði ekki verið búið í húsinu í mörg ár svo af mörgu var að taka. Fyrst fengum við fagmenn í glugga og þak en gerðum sjálf það sem við réðum við,“ segir Ingunn Benediktsdóttir um húsið að Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi sem byggt var af þjóðinni yfir Jóhannes Kjarval listmálara á sjöunda áratugnum. Hún og maður hennar, Högni Óskarsson, keyptu það árið 1991 í mikilli niðurníðslu.1991 Fyrir endurbæturnar.„Við vissum alltaf af húsinu, höfðum hlaupið fram hjá því og hjólað á námsárunum. Svo þegar við sáum það auglýst stukkum við á það en maðurinn minn segir að svona dæmi sé bara fyrir geðlækna,“ segir hún hlæjandi. Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt teiknaði húsið, Seðlabankinn átti lóðina, ríkið byggði og Kjarval lagði fram sjóð – ekkert var til sparað.:2014 Svona er húsið núna.„Kjarval var ánægður með staðsetninguna en orðinn áttræður þegar hafist var handa og upp úr því fór heilsa hans að bila. Þegar honum voru afhentir lyklarnir gerði hann sig máttlausan á stigapallinum, hljóp út í leigubíl, týndi lyklinum og kom aldrei hingað aftur. Miðað við húsakynnin sem hann hafði búið í var þetta auðvitað stórt og mikið,“ lýsir Ingunn. Hún segir þess gætt að breyta ekki arkitektúrnum en fyrirhuguð vinnustofa meistarans hafi verið gerð að stofu, borðstofu og sjónvarpsstofu. „Það er dásamlegt að búa hér,“ segir hún, „friður og fegurð.“ Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við byrjuðum á því að bretta upp ermarnar. Það hafði ekki verið búið í húsinu í mörg ár svo af mörgu var að taka. Fyrst fengum við fagmenn í glugga og þak en gerðum sjálf það sem við réðum við,“ segir Ingunn Benediktsdóttir um húsið að Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi sem byggt var af þjóðinni yfir Jóhannes Kjarval listmálara á sjöunda áratugnum. Hún og maður hennar, Högni Óskarsson, keyptu það árið 1991 í mikilli niðurníðslu.1991 Fyrir endurbæturnar.„Við vissum alltaf af húsinu, höfðum hlaupið fram hjá því og hjólað á námsárunum. Svo þegar við sáum það auglýst stukkum við á það en maðurinn minn segir að svona dæmi sé bara fyrir geðlækna,“ segir hún hlæjandi. Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt teiknaði húsið, Seðlabankinn átti lóðina, ríkið byggði og Kjarval lagði fram sjóð – ekkert var til sparað.:2014 Svona er húsið núna.„Kjarval var ánægður með staðsetninguna en orðinn áttræður þegar hafist var handa og upp úr því fór heilsa hans að bila. Þegar honum voru afhentir lyklarnir gerði hann sig máttlausan á stigapallinum, hljóp út í leigubíl, týndi lyklinum og kom aldrei hingað aftur. Miðað við húsakynnin sem hann hafði búið í var þetta auðvitað stórt og mikið,“ lýsir Ingunn. Hún segir þess gætt að breyta ekki arkitektúrnum en fyrirhuguð vinnustofa meistarans hafi verið gerð að stofu, borðstofu og sjónvarpsstofu. „Það er dásamlegt að búa hér,“ segir hún, „friður og fegurð.“
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira