Ferðin kostar 360 þúsund á hvern leikmann Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Það er í mörg horn að líta fjárhagslega þegar kemur að ungmennalandsliðunum fyrir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ. Fréttablaðið/Stefan „Þetta er ein dýrasta ferðin held ég,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, um ferð U18 ára-landsliðs karla í handbolta á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi seinna í mánuðinum. Ferðin, sem er í heildina tólf dagar, kostar 360 þúsund krónur á haus, en heildarkostnaðurinn er 7,5 milljónir. Og fyrir utan þá upphæð er breytilegur kostnaður eins og æfingar og þvottur á búningum. „Við erum að reyna að borga helminginn af þessu. Við vorum að vonast til að koma strákunum í löndun, en það klikkaði. Það koma náttúrulega engir styrkir frá Evrópu- eða Alþjóðasambandinu þannig þetta eru bara bein fjárútlát,“ segir Einar.Engir sjóðir að sækja í Það er gömul saga og ný að ungir íslenskir afreksmenn þurfi að greiða sína leið þegar kemur að landsliðum. Eðlilega hækkaði kostnaðurinn mikið eftir hrunið vegna stöðu krónunnar. Ungir afreksmenn þurfa að safna fyrir ferðunum sjálfir með ýmsum leiðum, svo sem sölu á varningi eða að safna litlum auglýsingum í fyrirtækjum sem vilja styrkja þá. „Vandamálið er að þessu fylgja engir styrkir. Við fengum milljón frá afrekssjóði, en það kemur ekkert að utan. Og þó að við myndum hætta við að fara fáum við bara sektir upp á einhverjar 10-15.000 evrur,“ segir Einar og ekki er von á bót í máli. „Ég hef ekki orðið var við það að menn ætli sér að bæta þetta. Það er nógu erfitt að fá aðila til að halda þessi mót. Gallinn er að það er enginn sjóður sem hægt er að sækja í þótt lið nái árangri og komist í lokakeppni. Það er hægt að sækja viðbótarstyrki í afrekssjóði en það er ekkert annað,“ segir Einar Þorvarðarson.Karfan að taka við sér „Svona er þetta líka hjá öllum unglingalandsliðunum okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. U18 ára liðið í körfunni er þessa dagana úti á EM í Búlgaríu en strákarnir þar greiddu 180 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur til að komast á Norðurlandamótið fyrr í sumar. Kvennaliðið í sama aldursflokki er búið að fara á sömu mót og borga það sama. „Við reynum alltaf að koma til móts við krakkana. Kostnaður KKÍ við eitt svona mót er um tvær milljónir þannig að krakkarnir greiða hluta af kostnaðinum. Gallinn er auðvitað að oft eru svona mót haldin í Austur-Evrópu,“ segir Hannes við Fréttablaðið. Eins og í handboltanum koma engir styrkir frá evrópska sambandinu, en það gæti verið að breytast segir Hannes. „Ég er í stjórninni þar, og það verður lögð fram tillaga á næsta stjórnarfundi þar sem lagt verður til að styrkja yngri landsliðin meira. Það er það sem við leitumst eftir og erum alltaf að berjast fyrir, bæði úti og hjá ríkinu hér heima. Við viljum ekki vera að senda þessa reikninga inn um lúgurnar hjá foreldrum krakkanna,“ segir Hannes S. Jónsson.Frítt í fótboltanum Þegar kemur að fjármálum er knattspyrnan í sérflokki vegna vinsælda sinna og stærðar bæði UEFA og FIFA. Þau styrkja sérsamböndin duglega og fá þjóðir styrki til að mæta á mót yngri landsliða. Veröldin er augljóslega allt önnur þar sem KSÍ fær borgað fyrir að mæta á mót yngri landsliða, en KKÍ og HSÍ þurfa að borga háar upphæðir með sér. „Við borgum allan kostnað – líka innanlandsflugið fyrir þá sem þurfa á því að halda til að koma til móts við liðið,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
„Þetta er ein dýrasta ferðin held ég,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, um ferð U18 ára-landsliðs karla í handbolta á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi seinna í mánuðinum. Ferðin, sem er í heildina tólf dagar, kostar 360 þúsund krónur á haus, en heildarkostnaðurinn er 7,5 milljónir. Og fyrir utan þá upphæð er breytilegur kostnaður eins og æfingar og þvottur á búningum. „Við erum að reyna að borga helminginn af þessu. Við vorum að vonast til að koma strákunum í löndun, en það klikkaði. Það koma náttúrulega engir styrkir frá Evrópu- eða Alþjóðasambandinu þannig þetta eru bara bein fjárútlát,“ segir Einar.Engir sjóðir að sækja í Það er gömul saga og ný að ungir íslenskir afreksmenn þurfi að greiða sína leið þegar kemur að landsliðum. Eðlilega hækkaði kostnaðurinn mikið eftir hrunið vegna stöðu krónunnar. Ungir afreksmenn þurfa að safna fyrir ferðunum sjálfir með ýmsum leiðum, svo sem sölu á varningi eða að safna litlum auglýsingum í fyrirtækjum sem vilja styrkja þá. „Vandamálið er að þessu fylgja engir styrkir. Við fengum milljón frá afrekssjóði, en það kemur ekkert að utan. Og þó að við myndum hætta við að fara fáum við bara sektir upp á einhverjar 10-15.000 evrur,“ segir Einar og ekki er von á bót í máli. „Ég hef ekki orðið var við það að menn ætli sér að bæta þetta. Það er nógu erfitt að fá aðila til að halda þessi mót. Gallinn er að það er enginn sjóður sem hægt er að sækja í þótt lið nái árangri og komist í lokakeppni. Það er hægt að sækja viðbótarstyrki í afrekssjóði en það er ekkert annað,“ segir Einar Þorvarðarson.Karfan að taka við sér „Svona er þetta líka hjá öllum unglingalandsliðunum okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands. U18 ára liðið í körfunni er þessa dagana úti á EM í Búlgaríu en strákarnir þar greiddu 180 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur til að komast á Norðurlandamótið fyrr í sumar. Kvennaliðið í sama aldursflokki er búið að fara á sömu mót og borga það sama. „Við reynum alltaf að koma til móts við krakkana. Kostnaður KKÍ við eitt svona mót er um tvær milljónir þannig að krakkarnir greiða hluta af kostnaðinum. Gallinn er auðvitað að oft eru svona mót haldin í Austur-Evrópu,“ segir Hannes við Fréttablaðið. Eins og í handboltanum koma engir styrkir frá evrópska sambandinu, en það gæti verið að breytast segir Hannes. „Ég er í stjórninni þar, og það verður lögð fram tillaga á næsta stjórnarfundi þar sem lagt verður til að styrkja yngri landsliðin meira. Það er það sem við leitumst eftir og erum alltaf að berjast fyrir, bæði úti og hjá ríkinu hér heima. Við viljum ekki vera að senda þessa reikninga inn um lúgurnar hjá foreldrum krakkanna,“ segir Hannes S. Jónsson.Frítt í fótboltanum Þegar kemur að fjármálum er knattspyrnan í sérflokki vegna vinsælda sinna og stærðar bæði UEFA og FIFA. Þau styrkja sérsamböndin duglega og fá þjóðir styrki til að mæta á mót yngri landsliða. Veröldin er augljóslega allt önnur þar sem KSÍ fær borgað fyrir að mæta á mót yngri landsliða, en KKÍ og HSÍ þurfa að borga háar upphæðir með sér. „Við borgum allan kostnað – líka innanlandsflugið fyrir þá sem þurfa á því að halda til að koma til móts við liðið,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira