Maður er orðinn vel sjóaður í þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2014 06:00 Kristján Þór sigraði Einvígið á Nesinu með því að næla sér í fugl á níundu holu vallarins. Fréttablaðið/Arnþór Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili fór með sigur af hólmi í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðargolfmóti sem Nesklúbburinn heldur árlega í samstarfi við DHL. Tíu af bestu kylfingum landsins er boðin þátttaka en ríkjandi meistarinn, Birgir Leifur Hafþórsson, gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á níundu holu. Mótið var afar jafnt og skemmtilegt og þurfti bráðabana á sex af níu holunum í einvíginu (e. shoot-out). Heimamaðurinn Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum sigraði í höggleiknum sem fram fór fyrr um daginn en höggleikurinn er til þess að kylfingar fái tilfinningu fyrir vellinum fyrir einvígið sem fer fram seinna sama dag. Ólafur gerði atlögu að titlinum í ár en tapaði í bráðabana fyrir Kristjáni Þór á áttundu holu einvígisins. Kristján krækti síðan í fugl á níundu holunni sem tryggði sigurinn fyrir framan klúbbhúsið.Virkilega flott framtak Kristján Þór var gríðarlega sáttur þegar undirritaður hitti á hann eftir mótið. „Tilfinningin er auðvitað bara yndisleg, það er alltaf gaman að vinna golfmót og ég tala nú ekki um að vinna eitt skemmtilegasta golfmót ársins. Það voru eintómir eðalkylfingar hérna í dag og þetta var bara heilt yfir mjög skemmtilegt mót,“ sagði Kristján en í heildina safnaðist ein milljón til styrktar einhverfum börnum í ár. „Þetta er virkilega flott framtak og DHL getur verið stolt af þessu móti. Það mættu fleiri fyrirtæki taka þetta til fyrirmyndar, hvort sem það er í golfi, fótbolta eða öðru. Gera eitthvað einu sinni á ári til góðgerðar.“Lék heilt yfir vel Kristján var heilt yfir ánægður með spilamennskuna í gær. „Þetta var mjög fínt, ég lenti aldrei í neinu veseni. Ég hafði það nokkuð náðugt og spilaði stöðugt golf. Ég lenti þrisvar í bráðabana en náði alltaf að halda haus, þetta vex með manni. Maður er orðinn svo sjóaður í þessu, maður er orðinn einn af þessum gömlu köllum,“ sagði Kristján léttur en hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni fyrr á árinu. Þrátt fyrir að hann hafi lent í orðaskaki við þjálfara íslenska landsliðsins í golfi hefur hann leikið vel það sem af er sumri. „Þetta er búið að vera mjög gott sumar, ég er ánægður með spilamennskuna sem hefur verið jöfn og góð. Þetta mál með landsliðið í vor er gleymt og grafið. Ég reyndi að nýta mér það og það efldi mig bara. Ég er búinn að enda á meðal efstu manna í öllum mótum sem ég hef tekið þátt í sumar sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Kristján.Örninn dugði skammt Á sjöundu holu stal Hlynur Geir Hjartason úr GOS senunni er hann setti niður 70 metra langt vipp fyrir erni. Hann náði að taka meðbyrinn með sér á áttundu holu en lenti í vandræðum á þeirri níundu og endaði að lokum í öðru sæti. „Þetta var rosalega skemmtilegt, ég spilaði mjög vel í dag. Ég fékk enga skolla í einvíginu. Það voru margir áhorfendur sem gerðu þetta skemmtilegasta mót ársins enn skemmtilegra,“ sagði Hlynur sem vildi fá færslu á braut á sjöundu braut áður en hann setti niður vippið. „Ég var að vonast eftir færslu, boltinn lá illa í torfu en ég hitti boltann vel og boltinn fór beint ofaní. Ég náði að færa það yfir á áttundu holu en lenti í smá vandræðum á þeirri níundu. Ég hefði þurft smá mótvind, ég dríf ekki með brautartré en var of langur með drivernum eins og ég bjóst við,“ en boltinn hans Hlyns lá illa fyrir annað skotið á þeirri níundu og náði Kristján Þór að nýta sér það. „Ég kláraði á fjórum undir og er bara ánægður heilt yfir. Kristján er verðugur sigurvegari og er frábær kylfingur sem á vissulega heima í landsliði Íslendinga,“ sagði Hlynur sem sagðist ætla einum lengra á næsta ári. „Ég er búinn að koma nokkrum sinnum hingað en aldrei tekist að vinna. Það verður þá bara að koma á næsta ári,“ sagði Hlynur léttur í lund. Golf Tengdar fréttir Kristján Þór vann Einvígið á Nesinu Kristján Þór Einarsson, GKj tryggði sér sigur í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðargolfmóti, í dag. Kristján lagði Hlyn Geir Hjartarson, GOS á níundu holunni og tryggði sér sigurinn. 4. ágúst 2014 16:46 Myndasyrpa frá Einvíginu á Nesinu Kristján Þór Einarsson, GKj tryggði sér sigur í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðargolfmóti, í dag en ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins myndaði skemmtilegar myndir af mótinu. 4. ágúst 2014 21:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili fór með sigur af hólmi í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðargolfmóti sem Nesklúbburinn heldur árlega í samstarfi við DHL. Tíu af bestu kylfingum landsins er boðin þátttaka en ríkjandi meistarinn, Birgir Leifur Hafþórsson, gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á níundu holu. Mótið var afar jafnt og skemmtilegt og þurfti bráðabana á sex af níu holunum í einvíginu (e. shoot-out). Heimamaðurinn Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum sigraði í höggleiknum sem fram fór fyrr um daginn en höggleikurinn er til þess að kylfingar fái tilfinningu fyrir vellinum fyrir einvígið sem fer fram seinna sama dag. Ólafur gerði atlögu að titlinum í ár en tapaði í bráðabana fyrir Kristjáni Þór á áttundu holu einvígisins. Kristján krækti síðan í fugl á níundu holunni sem tryggði sigurinn fyrir framan klúbbhúsið.Virkilega flott framtak Kristján Þór var gríðarlega sáttur þegar undirritaður hitti á hann eftir mótið. „Tilfinningin er auðvitað bara yndisleg, það er alltaf gaman að vinna golfmót og ég tala nú ekki um að vinna eitt skemmtilegasta golfmót ársins. Það voru eintómir eðalkylfingar hérna í dag og þetta var bara heilt yfir mjög skemmtilegt mót,“ sagði Kristján en í heildina safnaðist ein milljón til styrktar einhverfum börnum í ár. „Þetta er virkilega flott framtak og DHL getur verið stolt af þessu móti. Það mættu fleiri fyrirtæki taka þetta til fyrirmyndar, hvort sem það er í golfi, fótbolta eða öðru. Gera eitthvað einu sinni á ári til góðgerðar.“Lék heilt yfir vel Kristján var heilt yfir ánægður með spilamennskuna í gær. „Þetta var mjög fínt, ég lenti aldrei í neinu veseni. Ég hafði það nokkuð náðugt og spilaði stöðugt golf. Ég lenti þrisvar í bráðabana en náði alltaf að halda haus, þetta vex með manni. Maður er orðinn svo sjóaður í þessu, maður er orðinn einn af þessum gömlu köllum,“ sagði Kristján léttur en hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni fyrr á árinu. Þrátt fyrir að hann hafi lent í orðaskaki við þjálfara íslenska landsliðsins í golfi hefur hann leikið vel það sem af er sumri. „Þetta er búið að vera mjög gott sumar, ég er ánægður með spilamennskuna sem hefur verið jöfn og góð. Þetta mál með landsliðið í vor er gleymt og grafið. Ég reyndi að nýta mér það og það efldi mig bara. Ég er búinn að enda á meðal efstu manna í öllum mótum sem ég hef tekið þátt í sumar sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Kristján.Örninn dugði skammt Á sjöundu holu stal Hlynur Geir Hjartason úr GOS senunni er hann setti niður 70 metra langt vipp fyrir erni. Hann náði að taka meðbyrinn með sér á áttundu holu en lenti í vandræðum á þeirri níundu og endaði að lokum í öðru sæti. „Þetta var rosalega skemmtilegt, ég spilaði mjög vel í dag. Ég fékk enga skolla í einvíginu. Það voru margir áhorfendur sem gerðu þetta skemmtilegasta mót ársins enn skemmtilegra,“ sagði Hlynur sem vildi fá færslu á braut á sjöundu braut áður en hann setti niður vippið. „Ég var að vonast eftir færslu, boltinn lá illa í torfu en ég hitti boltann vel og boltinn fór beint ofaní. Ég náði að færa það yfir á áttundu holu en lenti í smá vandræðum á þeirri níundu. Ég hefði þurft smá mótvind, ég dríf ekki með brautartré en var of langur með drivernum eins og ég bjóst við,“ en boltinn hans Hlyns lá illa fyrir annað skotið á þeirri níundu og náði Kristján Þór að nýta sér það. „Ég kláraði á fjórum undir og er bara ánægður heilt yfir. Kristján er verðugur sigurvegari og er frábær kylfingur sem á vissulega heima í landsliði Íslendinga,“ sagði Hlynur sem sagðist ætla einum lengra á næsta ári. „Ég er búinn að koma nokkrum sinnum hingað en aldrei tekist að vinna. Það verður þá bara að koma á næsta ári,“ sagði Hlynur léttur í lund.
Golf Tengdar fréttir Kristján Þór vann Einvígið á Nesinu Kristján Þór Einarsson, GKj tryggði sér sigur í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðargolfmóti, í dag. Kristján lagði Hlyn Geir Hjartarson, GOS á níundu holunni og tryggði sér sigurinn. 4. ágúst 2014 16:46 Myndasyrpa frá Einvíginu á Nesinu Kristján Þór Einarsson, GKj tryggði sér sigur í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðargolfmóti, í dag en ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins myndaði skemmtilegar myndir af mótinu. 4. ágúst 2014 21:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Kristján Þór vann Einvígið á Nesinu Kristján Þór Einarsson, GKj tryggði sér sigur í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðargolfmóti, í dag. Kristján lagði Hlyn Geir Hjartarson, GOS á níundu holunni og tryggði sér sigurinn. 4. ágúst 2014 16:46
Myndasyrpa frá Einvíginu á Nesinu Kristján Þór Einarsson, GKj tryggði sér sigur í Einvíginu á Nesinu, árlegu góðgerðargolfmóti, í dag en ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins myndaði skemmtilegar myndir af mótinu. 4. ágúst 2014 21:30