Stoppuðu vegna slagsmála Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2014 12:30 Unnsteinn Manuel og félagar hans í Retro Stefson gerðu hlé á tónleikum sínum þegar að slagsmál brutust út. Vísir/Valli „Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjótast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er alltaf óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manuel og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út.Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.Vísir/ValliUnnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. „Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Þangað til getur hann horft á upptöku af söngnum hér á Vísi. Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili. „Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“ Tónlist Tengdar fréttir Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson. Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjótast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er alltaf óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manuel og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út.Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili.Vísir/ValliUnnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. „Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Þangað til getur hann horft á upptöku af söngnum hér á Vísi. Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili. „Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“
Tónlist Tengdar fréttir Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð í heild sinni Stemningin var óviðjafnanleg í fjölmennasta brekkusögnum til þessa, eins og má sjá í meðfylgjandi myndbandi. 7. ágúst 2014 14:55