Adams tekur líklega þátt í gleðigöngunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2014 11:00 Tónlistarmaðurinn Bryan Adams ætlar að taka þátt í gleðigöngunni um helgina. Vísir/Getty „Hann er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur haldið sýningar úti um allan heim og svo er hann mikill baráttumaður fyrir mannréttindum þannig að mér þætti það ekki ólíklegt að hann kíkti í gönguna og jafnvel með myndavélina á sér,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um Bryan Adams en hann stendur fyrir tónleikum kanadíska tónlistarmannsins sem fram fara um helgina á laugardags- og sunnudagskvöld. Bryan Adams er einnig ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra, enda grænmetisæta, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bryan lýst yfir áhuga á að fylgjast með gleðigöngunni og jafnvel taka myndavélina sína með. „Hann verður hérna í rólegheitum á milli tónleika þannig að hann á líklega eftir að kíkja í bæinn en svo veit ég að hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg rekist á kappann,“ bætir Guðbjartur við. Spurður út í kröfulista kanadísku goðsagnarinnar segist Guðbjartur hann hófsaman og heilbrigðan. „Hann er náttúrulega „vegan“ þannig að hann drekkur ekki einu sinni mjólk né borðar osta þannig að hann reddar sér með því að koma með sinn eigin kokk, sem sér til þess að hann fái góða máltíð,“ útskýrir Guðbjartur. Hann bætir þó við að hann langi til þess að kynna íslenska grænmetisveitingastaði fyrir Adams. „Það væri gaman að fara með hann á einhvern góðan stað á meðan hann dvelur hér en Neil Young sem var hér fyrir skömmu var svakalega ánægður með Gló þannig að það er aldrei að vita nema að Bryan Adams verði besti vinur Gló líkt og Young,“ segir Guðbjartur og hlær. Bryan Adams verður með tvenna tónleika nú um helgina í Eldborgarsal Hörpu og er uppselt á hvora tveggja. Þessi hljómleikaferð er kölluð The Bare Bones Tour en hann verður einn með gítarinn sinn og munnhörpu ásamt píanóleikara og flytur öll sín vinsælustu lög. Bare Bones-ferðin hefur fengið gríðarlega góða dóma alls staðar og er þetta einstakt tækifæri til að sjá kappann í návígi og jafnvel biðja um óskalag. „Það kom mér mikið á óvart að það skyldi seljast upp svona svakalega snögglega.“ Það seldist upp á fyrri tónleikana á um þremur til fjórum mínútum og svo á innan við sólarhring á seinni tónleikana. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Hann er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur haldið sýningar úti um allan heim og svo er hann mikill baráttumaður fyrir mannréttindum þannig að mér þætti það ekki ólíklegt að hann kíkti í gönguna og jafnvel með myndavélina á sér,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um Bryan Adams en hann stendur fyrir tónleikum kanadíska tónlistarmannsins sem fram fara um helgina á laugardags- og sunnudagskvöld. Bryan Adams er einnig ötull baráttumaður fyrir réttindum dýra, enda grænmetisæta, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bryan lýst yfir áhuga á að fylgjast með gleðigöngunni og jafnvel taka myndavélina sína með. „Hann verður hérna í rólegheitum á milli tónleika þannig að hann á líklega eftir að kíkja í bæinn en svo veit ég að hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg rekist á kappann,“ bætir Guðbjartur við. Spurður út í kröfulista kanadísku goðsagnarinnar segist Guðbjartur hann hófsaman og heilbrigðan. „Hann er náttúrulega „vegan“ þannig að hann drekkur ekki einu sinni mjólk né borðar osta þannig að hann reddar sér með því að koma með sinn eigin kokk, sem sér til þess að hann fái góða máltíð,“ útskýrir Guðbjartur. Hann bætir þó við að hann langi til þess að kynna íslenska grænmetisveitingastaði fyrir Adams. „Það væri gaman að fara með hann á einhvern góðan stað á meðan hann dvelur hér en Neil Young sem var hér fyrir skömmu var svakalega ánægður með Gló þannig að það er aldrei að vita nema að Bryan Adams verði besti vinur Gló líkt og Young,“ segir Guðbjartur og hlær. Bryan Adams verður með tvenna tónleika nú um helgina í Eldborgarsal Hörpu og er uppselt á hvora tveggja. Þessi hljómleikaferð er kölluð The Bare Bones Tour en hann verður einn með gítarinn sinn og munnhörpu ásamt píanóleikara og flytur öll sín vinsælustu lög. Bare Bones-ferðin hefur fengið gríðarlega góða dóma alls staðar og er þetta einstakt tækifæri til að sjá kappann í návígi og jafnvel biðja um óskalag. „Það kom mér mikið á óvart að það skyldi seljast upp svona svakalega snögglega.“ Það seldist upp á fyrri tónleikana á um þremur til fjórum mínútum og svo á innan við sólarhring á seinni tónleikana.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira