Keiliskonur hefndu ófaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. ágúst 2014 06:00 Guðrún Brá og GK-konur hefndu ófaranna frá í fyrra. vísir/Daníel Golf „Það er bara alveg geggjuð stemning í hópnum núna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr GK, sigurreif við Fréttablaðið eftir sigur Keiliskvenna í 1. deild sveitakeppninnar í golfi á Hlíðavelli í gær. GK vann GR í úrslitum með 3,5 vinningum gegn 1,5. „Við vissum að úrslitaleikurinn yrði erfiður. Þetta var jafnt, en við vorum yfir í byrjun og náðum að halda út,“ sagði Guðrún Brá sem spilaði síðasta leikinn í tvímenningi á móti hinni þrautreyndu RagnhildiSigurðardóttur. „Við vorum síðastar og staðan okkur í hag, en ég vildi vera örugg með sigur ef eitthvað skyldi klikka. Maður reyndi að fylgjast með hvað var að gerast í honum leikjunum. Við skildum jafnar, en sigurinn var okkar sem skiptir mestu máli. Sigur er það eina sem skiptir máli,“ sagði Guðrún Brá.Gott að hefna ófaranna GK lék til úrslita gegn GKG í sveitakeppninni í fyrra og héldu Keiliskonur sig hafa unnið þegar Þórdís Geirsdóttir vann Særósu Óskarsdóttur í bráðabana. Þórdís gerðist aftur á móti sek um að spyrja samherja sinn ráða sem er bannað og því tapaði GK holunni og einvíginu. „Já, algjörlega. Það var gott að vinna eftir að tapa þessu í fyrra. Við mættum í þetta mót til að vinna það,“ sagði Guðrún Brá, en Keiliskonur voru áminntar af GSÍ fyrir óíþróttamannslega framkomu. Það er nú að baki og titillinn kominn til GK. Til að fullkomna hefndina vann GK 5-0 sigur á GKG í undanúrslitum í ár. „Keilir er bara besti klúbburinn,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var spurð út í sigur karlasveitarinnar. „Við vorum með virkilega sterk lið bæði í karla- og kvennaflokki þannig við áttum góðan séns á að vinna.“Axel og Gísli ósigrandi Strákarnir í GK unnu GKG, 3-2, í spennandi úrslitaviðureign. GKG-menn unnu fjórmenninginn en GK vann svo þrjár af fjórum viðureignum í tvímenningi. Birgir Leifur Hafþórsson var sá eini hjá GKG sem vann leik í tvímenningi. „Þetta var alveg ótrúlega gaman frá degi eitt. Við vorum með ungan og skemmtilegan hóp og það gekk vel hjá öllum,“ sagði AxelBóasson úr GK við Fréttablaðið eftir sigurinn í gær, en 1. deild karla var spiluð á Hólmsvelli í Leiru þar sem aðstæður voru nokkuð erfiðar. „Það var mikill vindur, sérstaklega á þriðja hring, sem gerði mönnum erfitt fyrir en völlurinn var fullkominn. „Röffið“ var flott og flatirnar frábærar.“ Axel og ungstirnið Gísli Sveinbergsson gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína á Leirunni. „Það er mjög sterkt að vera ósigraður í sveitakeppninni,“ sagði Axel glaður í bragði, en hann hefur mjög gaman af sveitakeppninni. „Það er mikil alvara í þessu, en samt svo ógeðslega gaman. Þarna ertu að spila allt öðru vísi golf og það með klúbbfélögum þínum. Þetta er ekki algengt held ég og ég er ánægður að þetta er á Íslandi,“ sagði Axel Bóasson. Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Golf „Það er bara alveg geggjuð stemning í hópnum núna,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr GK, sigurreif við Fréttablaðið eftir sigur Keiliskvenna í 1. deild sveitakeppninnar í golfi á Hlíðavelli í gær. GK vann GR í úrslitum með 3,5 vinningum gegn 1,5. „Við vissum að úrslitaleikurinn yrði erfiður. Þetta var jafnt, en við vorum yfir í byrjun og náðum að halda út,“ sagði Guðrún Brá sem spilaði síðasta leikinn í tvímenningi á móti hinni þrautreyndu RagnhildiSigurðardóttur. „Við vorum síðastar og staðan okkur í hag, en ég vildi vera örugg með sigur ef eitthvað skyldi klikka. Maður reyndi að fylgjast með hvað var að gerast í honum leikjunum. Við skildum jafnar, en sigurinn var okkar sem skiptir mestu máli. Sigur er það eina sem skiptir máli,“ sagði Guðrún Brá.Gott að hefna ófaranna GK lék til úrslita gegn GKG í sveitakeppninni í fyrra og héldu Keiliskonur sig hafa unnið þegar Þórdís Geirsdóttir vann Særósu Óskarsdóttur í bráðabana. Þórdís gerðist aftur á móti sek um að spyrja samherja sinn ráða sem er bannað og því tapaði GK holunni og einvíginu. „Já, algjörlega. Það var gott að vinna eftir að tapa þessu í fyrra. Við mættum í þetta mót til að vinna það,“ sagði Guðrún Brá, en Keiliskonur voru áminntar af GSÍ fyrir óíþróttamannslega framkomu. Það er nú að baki og titillinn kominn til GK. Til að fullkomna hefndina vann GK 5-0 sigur á GKG í undanúrslitum í ár. „Keilir er bara besti klúbburinn,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var spurð út í sigur karlasveitarinnar. „Við vorum með virkilega sterk lið bæði í karla- og kvennaflokki þannig við áttum góðan séns á að vinna.“Axel og Gísli ósigrandi Strákarnir í GK unnu GKG, 3-2, í spennandi úrslitaviðureign. GKG-menn unnu fjórmenninginn en GK vann svo þrjár af fjórum viðureignum í tvímenningi. Birgir Leifur Hafþórsson var sá eini hjá GKG sem vann leik í tvímenningi. „Þetta var alveg ótrúlega gaman frá degi eitt. Við vorum með ungan og skemmtilegan hóp og það gekk vel hjá öllum,“ sagði AxelBóasson úr GK við Fréttablaðið eftir sigurinn í gær, en 1. deild karla var spiluð á Hólmsvelli í Leiru þar sem aðstæður voru nokkuð erfiðar. „Það var mikill vindur, sérstaklega á þriðja hring, sem gerði mönnum erfitt fyrir en völlurinn var fullkominn. „Röffið“ var flott og flatirnar frábærar.“ Axel og ungstirnið Gísli Sveinbergsson gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína á Leirunni. „Það er mjög sterkt að vera ósigraður í sveitakeppninni,“ sagði Axel glaður í bragði, en hann hefur mjög gaman af sveitakeppninni. „Það er mikil alvara í þessu, en samt svo ógeðslega gaman. Þarna ertu að spila allt öðru vísi golf og það með klúbbfélögum þínum. Þetta er ekki algengt held ég og ég er ánægður að þetta er á Íslandi,“ sagði Axel Bóasson.
Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira