Þægilegt að geta horfið í smástund Baldvin Þormóðsson skrifar 15. ágúst 2014 15:00 Ýr Jóhannsdóttir sérhæfir sig í að prjóna peysur eftir sínu eigin höfði og er umtöluð fyrir nýstárlega hönnun. mynd/einkasafn „Stundum langar mann bara að leggjast niður og fela sig við alls konar aðstæður,“ segir Ýr Jóhannsdóttir en hún hefur vakið mikla athygli fyrir prjónaflíkur sínar undanfarin misseri. Ýr prjónar undir merkinu Ýrúrarí en á Menningarnótt mun hún sýna sitt stærsta verkefni til þessa. „Þetta er peysa með hettu sem þú getur klæðst og lagst niður og þá ertu eins og steinn,“ lýsir Ýr en hún vann peysuna í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi og sýndi hana á lokasýningu sumarsins. „Ég lagðist þá bara niður í fimm mínútur og hafði algjöra þögn,“ segir Ýr en verkefnið heitir Ég er steinn. „Ég held að margir lendi í þessu, það er þægilegt að geta horfið í smástund og verið steinn.“Sýnir á Menningarnótt Sýningin verður í búðinni ANNA MARIA á Skólavörðustíg en í næstu viku mun ljósmyndarinn Magnús Andersen taka ljósmyndir af verkefninu til þess að sýna fram á virkni peysunnar og munu þær ljósmyndir einnig verða til sýnis á sýningunni. Ungi hönnuðurinn ætlar svo sannarlega ekki að slá slöku við í vetur en hún mun hefja nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík, auk þess sem hún ætlar að opna netverslun fyrir Ýrúrarí. „Ég ætla allavega að reyna að láta þetta ganga,“ segir Ýr. „Spurning hvort að fólk sé tilbúið að ganga í svona skrítnum fötum.“ Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Stundum langar mann bara að leggjast niður og fela sig við alls konar aðstæður,“ segir Ýr Jóhannsdóttir en hún hefur vakið mikla athygli fyrir prjónaflíkur sínar undanfarin misseri. Ýr prjónar undir merkinu Ýrúrarí en á Menningarnótt mun hún sýna sitt stærsta verkefni til þessa. „Þetta er peysa með hettu sem þú getur klæðst og lagst niður og þá ertu eins og steinn,“ lýsir Ýr en hún vann peysuna í Skapandi sumarstörfum í Kópavogi og sýndi hana á lokasýningu sumarsins. „Ég lagðist þá bara niður í fimm mínútur og hafði algjöra þögn,“ segir Ýr en verkefnið heitir Ég er steinn. „Ég held að margir lendi í þessu, það er þægilegt að geta horfið í smástund og verið steinn.“Sýnir á Menningarnótt Sýningin verður í búðinni ANNA MARIA á Skólavörðustíg en í næstu viku mun ljósmyndarinn Magnús Andersen taka ljósmyndir af verkefninu til þess að sýna fram á virkni peysunnar og munu þær ljósmyndir einnig verða til sýnis á sýningunni. Ungi hönnuðurinn ætlar svo sannarlega ekki að slá slöku við í vetur en hún mun hefja nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík, auk þess sem hún ætlar að opna netverslun fyrir Ýrúrarí. „Ég ætla allavega að reyna að láta þetta ganga,“ segir Ýr. „Spurning hvort að fólk sé tilbúið að ganga í svona skrítnum fötum.“
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira