Aðeins líflegri og frjálsari en áður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2014 11:00 Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki í list sinni. Fréttablaðið/Arnþór „Ég er í miðri uppsetningu og enn að ákveða hvað ég er að gera,“ segir Ragnar Jónsson myndlistarmaður hlæjandi, þar sem hann er staddur í galleríinu Þoku á Laugavegi 25. Hann opnar myndlistarsýningu þar í dag klukkan 16. Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki. „Ég vinn með málningu sem efni sem ég beygi, brýt og sker niður. Þeir sem hafa fylgst með sýningum mínum þekkja það en núna er ég með nýjar útgáfur, aðeins líflegri og frjálsari,“ segir hann. Ragnar er fertugur, uppalinn Reykvíkingur en hefur búið í Skotlandi síðustu ár. Útskrifaðist úr meistaranámi frá Glasgow School of Art árið 2008 og hefur starfað í Glasgow síðan, bæði sjálfstætt og fyrir aðra myndlistarmenn. Skyldi vera auðvelt að lifa af listinni þar? „Já, skoska listaráðið er öflugt og sér um styrkveitingar bæði til safna og gallería. Þetta mundi ekki ganga öðruvísi. Það kaupir enginn myndlist í Skotlandi. Þar snýst allt um sýningar en ekki sölu sem er í sjálfu sér fínt upp á myndlistina að gera. Þá er fólk ekki að elta peninga, bara að búa til myndlist og setja upp metnaðarfullar sýningar.“ Ragnar hefur þurft að setja listaverkin sín saman að nokkru leyti eftir að hann kom til landsins. „Þetta er hálfgert origami hjá mér,“ segir hann glaðlega. „Innflutningur á list hingað er dýr og því verður maður að vera svolítið sniðugur.“ Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er í miðri uppsetningu og enn að ákveða hvað ég er að gera,“ segir Ragnar Jónsson myndlistarmaður hlæjandi, þar sem hann er staddur í galleríinu Þoku á Laugavegi 25. Hann opnar myndlistarsýningu þar í dag klukkan 16. Ragnar blandar saman skúlptúr og málverki. „Ég vinn með málningu sem efni sem ég beygi, brýt og sker niður. Þeir sem hafa fylgst með sýningum mínum þekkja það en núna er ég með nýjar útgáfur, aðeins líflegri og frjálsari,“ segir hann. Ragnar er fertugur, uppalinn Reykvíkingur en hefur búið í Skotlandi síðustu ár. Útskrifaðist úr meistaranámi frá Glasgow School of Art árið 2008 og hefur starfað í Glasgow síðan, bæði sjálfstætt og fyrir aðra myndlistarmenn. Skyldi vera auðvelt að lifa af listinni þar? „Já, skoska listaráðið er öflugt og sér um styrkveitingar bæði til safna og gallería. Þetta mundi ekki ganga öðruvísi. Það kaupir enginn myndlist í Skotlandi. Þar snýst allt um sýningar en ekki sölu sem er í sjálfu sér fínt upp á myndlistina að gera. Þá er fólk ekki að elta peninga, bara að búa til myndlist og setja upp metnaðarfullar sýningar.“ Ragnar hefur þurft að setja listaverkin sín saman að nokkru leyti eftir að hann kom til landsins. „Þetta er hálfgert origami hjá mér,“ segir hann glaðlega. „Innflutningur á list hingað er dýr og því verður maður að vera svolítið sniðugur.“
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira