Gramsaði í kössum hjá alls konar fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 11:00 Hönnun Rakelar er ávallt mjög litrík og skemmtileg. „Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvaða karaktera fólk sér úr printinu sem vekja barnið innra með þeim og auðvitað brosið sem fylgir,“ segir fatahönnuðurinn Rakel Blom. Hún sendi nýverið frá sér nýja línu, I Don't Want to Grow Up, sem er innblásin af gömlum leikföngum. „Innblásturinn að mynstrinu kemur upphaflega frá gömlum leikföngum sem ég fékk æði fyrir og fór á flest öll dótasöfn í London og fékk að gramsa í kössum hjá alls konar söfnurum og á mörkuðum. Ég notaði svo gamalt, franskt veggfóður sem ég fann í einum af þessum leiðöngrum sem grunn til að byggja upp printið svo það flæðir í samhverfu yfir flíkina og til að búa til heildarmynd. Þegar rýnt er í mynstrið má finna alls konar skemmtilega karaktera, hluti og munstur,“ segir Rakel. „Karakterarnir í mynstrinu koma alls staðar að úr minni æsku, æsku vina minna og kunningja og barna þeirra. Frá fólki á öllum aldri. Karakterarnir eiga það allir sameiginlegt að kalla fram nostalgíu, gleði og bros,“ bætir Rakel við og segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur við línunni.Í línunni eru kjólar, toppar, leggings og buxur.Rakel hefur verið búsett í London síðan hún útskrifaðist sem fatahönnuður árið 2012 og líkar borgin vel. Hún útilokar þó ekki frekari landvinninga. „Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjum löndum og tækifærum svo það er aldrei að vita hvert stefnan verður tekin í framtíðinni,“ segir hún brosandi. Varðandi framtíðina er nóg í pípunum hjá fagurkeranum. „Ég er að vinna með öðrum listamönnum og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Svo er ég að fara að selja í nokkrum pop-up-búðum hér í London en hugurinn er auðvitað kominn af stað í að undirbúa næstu línu sem verður spennandi vinna.“Kjóll úr línunni.Skemmtilegur fílíngur. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvaða karaktera fólk sér úr printinu sem vekja barnið innra með þeim og auðvitað brosið sem fylgir,“ segir fatahönnuðurinn Rakel Blom. Hún sendi nýverið frá sér nýja línu, I Don't Want to Grow Up, sem er innblásin af gömlum leikföngum. „Innblásturinn að mynstrinu kemur upphaflega frá gömlum leikföngum sem ég fékk æði fyrir og fór á flest öll dótasöfn í London og fékk að gramsa í kössum hjá alls konar söfnurum og á mörkuðum. Ég notaði svo gamalt, franskt veggfóður sem ég fann í einum af þessum leiðöngrum sem grunn til að byggja upp printið svo það flæðir í samhverfu yfir flíkina og til að búa til heildarmynd. Þegar rýnt er í mynstrið má finna alls konar skemmtilega karaktera, hluti og munstur,“ segir Rakel. „Karakterarnir í mynstrinu koma alls staðar að úr minni æsku, æsku vina minna og kunningja og barna þeirra. Frá fólki á öllum aldri. Karakterarnir eiga það allir sameiginlegt að kalla fram nostalgíu, gleði og bros,“ bætir Rakel við og segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur við línunni.Í línunni eru kjólar, toppar, leggings og buxur.Rakel hefur verið búsett í London síðan hún útskrifaðist sem fatahönnuður árið 2012 og líkar borgin vel. Hún útilokar þó ekki frekari landvinninga. „Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjum löndum og tækifærum svo það er aldrei að vita hvert stefnan verður tekin í framtíðinni,“ segir hún brosandi. Varðandi framtíðina er nóg í pípunum hjá fagurkeranum. „Ég er að vinna með öðrum listamönnum og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Svo er ég að fara að selja í nokkrum pop-up-búðum hér í London en hugurinn er auðvitað kominn af stað í að undirbúa næstu línu sem verður spennandi vinna.“Kjóll úr línunni.Skemmtilegur fílíngur.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið