Auður átti sér margar skemmtilegar hliðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 14:15 Guðný Dóra og Þórunn Elísabet eru búnar að koma hlutunum á sýningunni fallega fyrir. Fréttablaðið/GVA „Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“ Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira